Alla miðvikudaga kl. 11:00 er kynningarfundur hjá okkur fyrir þá sem yngri eru, um starfsemi Ljóssins og þá þjónustu sem við bjóðum krabbameinsgreindum. Fjölskyldumeðlimir eru velkomnir með á þá fundi.
Þegar þú kemur fyrst í Ljósið mun starfsmaður taka á móti þér og kynna þá starfsemi og þjónustu sem í boði er. Þú þarft ekki að framvísa læknisbeiðni til að nýta þér endurhæfingarúrræði Ljóssins.
Í Ljósinu leggjum við áherslu á að:
- bjóða upp á úrval af faglegri þjónustu fyrir alla frá 16 ára aldri
- skapa þægilegt og jákvætt andrúmsloft
- bjóða upp á hollan og góðan hádegisverð
- halda kostnaði þátttakenda í lágmarki
- sinna allri fjölskyldunni