Kynlíf og veikindi

kynlif_og_veikindi.png
 
 
 
Þann 1. janúar 2011 hófst verkefnið Kynlíf & Krabbamein á Landspítala háskólasjúkrahúsi og var markhópurinn sjúklingar sem greinst hafa með krabbamein. Þegar verkefninu lauk í janúar 2013 var ákveðið að ráðast í útvíkkun verkefnisins og framlengja það í tvö ár í viðbót og nefna Kynlíf og veikindi. Verkefnið er samvinnuverkefni Landspítalans og lyfjafyrirtækjanna Roche, Janssen og Sanofi-aventis.
Markhópar árin 2013 og 2014 eru sjúklingar með MS, nýrnasjúkdóma, ígrætt líffæri, sykursýki og gigtarsjúkdóma.  Öðrum sérgreinum, bæði fagfólki og  sjúklingahópum á sviðinu – þar á meðal krabbameinssjúklingum- verður  sinnt áfram.
 
 Smelltu hér til að fara inn á síðuna
Markmið beggja ofangreindra verkefna er tvíþætt:

  • Fræða og þjálfa heilbrigðisstarfsfólk til að greina og vinna með kynlífstengd vandamál hjá sjúklingum með langvinna sjúkdóma svo það verði sjálfssagður liður í meðferð.
  • Að bjóða einstaklingum með langvinna sjúkdóma og aðstandendum ókeypis kynlífsráðgjöf og sérhæfða ráðgjafaþjónustu klínísks kynfræðings

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og klínískur kynfræðingur er starfsmaður  í 70% starfi við verkefnið; Kynlíf og veikindi. Hún sinnir fræðslu og þjálfun fagfólks ásamt því að bjóða sjúklingum og mökum sérhæfða kynlífsráðgjöf.
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, klínískur kynfræðingur er sérlegur starfsmaður verkefnisins. Jóna Ingibjörg hefur margra ára reynslu af kennslu, ráðgjöf og rannsóknum innan kynfræða, enda afar vel menntuð í þessum efnum:

  • B.S. próf í hjúkrunarfræði Háskóli Íslands.
  • Meistarapróf í menntunarfræði á sviði kynfræðslu (sexuality education), University of Pennsylvania.
  • 2 ára nám í samtalsmeðferð (psykoterapi) frá Grábræðrastofnuninni í Kaupmannahöfn
  • Sérfræðiviðurkenning í klinískri kynfræði frá samtökum norrænna kynfræðifélaga (Nordic Association for Clinical Sexology; NACS)
  • Aðstoðarkennari í kynfræði við ýmis svið H.Í.

Hægt er að hafa samband við Jónu Ingibjörgu hér: jonaijon@landspitali.is