Kraftur – Stuðningsfélag fyrir ungt fólk

kraftur.jpg

Stuðningsfélagið Kraftur var stofnað 1. október 1999 og hefur það að leiðarljósi að beita sameinuðum kröftum sínum til að aðstoða þá sem þurfa á stuðningi að halda.  Leitast er við að aðstoða þá einstaklinga sem greinast með krabbamein og aðstandendur og miðla upplýsingum sem auðvelda þeim að takast á við sjúkdóminn.

Við viljum nýta þá breytingu sem varð á lífi okkar og þá reynslu sem við höfum öðlast í baráttunni við krabbamein til að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda.  Kraftur stendur fyrir margskonar starfsemi og beitir sér fyrir málefnum sem stuðla að betri líðan þeirra sem kynnst hafa sjúkdómnum með beinum eða óbeinum hætti.

Okkar starfssemi felst m.a. í því:

  • að veita andlegan og félagslegan stuðning við þá sem greinast og aðstandendur.
  • að stuðla að endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda.
  • að leggja áherslu á forvarnir og vekja til umhugsunar að við séum að hluta til ábyrg fyrir eigin heilsu og líðan.
  • að standa fyrir útgáfu á kynningarefni.
  • að halda reglulegar uppákomur í nafni félagsins þar sem fyrirlesarar koma og fjalla um ýmis málefni sem snerta okkur öll á einn eða annan hátt.