Í lok dags – sjálfshjálparvinnubók

i_lok_dags_ljosid.jpg   Þessi aðgengilega og einfalda vinnubók mun auðvelda þér að sjá hvað þú getur bætt í fari þínu, venjum og umgengni þinni við þig og aðra. Þetta er bók sem hjálpar þér að gera upp daginn, sjá hverju þú hefur áorkað og ganga sáttari til náða. Uppbyggileg sjálfsgagnrýni eykur sjálfsþekkingu og getur stuðlað að betri einbeitingu, þroska, hugarró og sköpunargleði… og umfram allt býður bókin þér uppá að öðlast þor til að horfast í augu við sjálfa/n þig. Einnig að sjá hvar þér hefur tekist vel til þann daginn. Birna Björgvinsdóttir hefur siðustu áratugi unnið uppbyggingastarf með fólki og einnig á sviði menningar og lista. Jafnframt því hefur hún sjálf unnið sig i gegnum áföll og erfiðleika sem bugað gæti margan manninn. Þessi heiðarlega og fallega vinnubók er byggð á reynslu þeirrar sjálfsvinnu.   Bókin fæst í Ljósinu á Langholtsvegi og kostar kr.2990    _lok_dags_low.jpg