Hóptími fyrir 16-45 ára

Hóptími fyrir 16-45 ára fólk sem greinst hefur með krabbamein og sækir endurhæfingu í Ljósið.

Tími þar sem unnið er með þol, styrk og liðleika. Þjálfarar setja upp æfingar við allra hæfi.

Tími þar sem fólk fær góða hreyfingu í félagsskap annarra í svipaðri stöðu. Góð leið til að sameina hreyfingu, samveru og jafningjastuðning.

Helstu upplýsingar


Þriðjudagar og fimmtudagar
kl. 11:00-11:45

Styrktarþjálfun, hópþjálfun og þolþjálfun.

Staðsetningar:  Æfingarsalur Ljóssins

Umsjón: Þjálfarar Ljóssins.