Hárkollur og höfuðföt

Á mánudögum frá kl. 13-14:30 verður Sigrún Marinósdóttir hárgreiðslumeistari í Ljósinu og aðstoðar við val á hárkollum, mátun og snyrtingu ef vill. Jafnframt mun hún kenna að binda slæður á flottan hátt og eins aðstoða við hárrakstur eftir lyfjameðferð fyrir þá sem það kjósa.

Þjónustan er Ljósberum að kostnaðarlausu en jafnframt vekjum við athygli á að í Ljósinu er hægt að fá hárkollur og höfuðföt gegn vægu gjaldi.

Hér eru góðar leiðbeiningar hvernig hægt er að binda slæður

 

Það getur verið mikið áfall að missa hárið og margar konur geta ekki notað hárkollur, þá er gott að geta komið Ljósið og fengið leiðsögn með smart slæðuhnýtingar í notalegu umhverfi.

Slæðuhnýtinganámskeið eru auglýst sérstaklega.

Nánari upplýsingar í síma 561-3770

Helstu upplýsingar

Fyrir hverja: Krabbameinsgreinda

Hvenær: Á mánudögum frá kl. 13 – 14:30

Hvar: Ljósinu, Langholtsvegi 43

Hárgreiðslumeistari: Sigrún Marinósdóttir