Á föstudögum í vetur verða í boði mismunandi handverk í hverjum mánuði. Hugmyndin með þessum námskeiðum er að veita þátttakendum tækifæri til að kynnast nýju og fjölbreyttu handverki.

Takmarkaður fjöldi kemst að á hverju námskeiði og því þarf að skrá sig hjá móttöku Ljóssins

Efnisgjald á öll námskeið er 2500 kr nema annað sé tekið fram og greiðist í fyrsta tíma. 

 

 

Janúar 2025 – Skapandi fataviðgerðir 

Sigríður Tryggvadóttir verður með kennslu í breyta görmum í gersemar. Farið verður í hvernig hægt er að gera við göt og bletti, sýnilegar viðgerðir, Sashiko og „slow stitching“. Sigga er þaulreynd saumakona sem hefur sérhæft sig í endurnýtingu, sjálfbærni og hæg-tísku. 

Hefst 10. janúar og er fjögur skipti
Skráning fram í móttöku Ljóssins.

 

Febrúar 2025 – Texture Art

Í febrúar stefnum við að því að leika okkur með áferðir í myndverkum á ýmsa vegu svo sem pappa og spartli.
Hefst 7. febrúar  og er fjögur skipti.
Skráning fram í móttöku Ljóssins.

 

Mars 2025 – Kryddjurtir

Í mars ætlum við læra um kryddjurtir, sáningu og umhirðu þeirra. Við komum til með fyrir þeim, útbúa merkingar, pottahlífar og annað skemmtilegt þeim tengt. Einnig komum við til með að fá fræðslu um æt blóm.

Fyrsti tíminn fer fram í Grasagarðinum og hefst kl. 10:00. Við hittumst við innganginn í Grasagarðinn sem er við Húsdýragarðinn

Hefst 7. mars og er fjögur skipti
Skráning fram í móttöku Ljóssins.

 

Apríl 2025 – Stop Motion

Við ætlum að leika okkur aðeins með tæknina í apríl og læra „stop motion“ hreyfimyndagerð. Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi og meistaranemi í ritlist hefur námskeiðið með því að leiðbeina með uppbyggingu á sögum.
Þátttakendur þurfa að notast við eigin síma og geta sótt appið „stop motion studio“.
Hefst 4. apríl
Skráning fram hjá móttöku Ljóssins.

 

Maí 2025 – Grafík

Einþrykk með gelplötum, dúkristur, „ætingar“ með mjólkurfernum og ljósnæma grafíkaðferðin „cyanotype“. Í maí ætlum við að prufa okkur áfram í grafík.
Hefst 9. maí
Skráning fram í móttöku Ljóssins.

Helstu upplýsingar

Föstudagar kl 9:00 – 12:00

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770 eða móttöku Ljóssins