Á miðvikudögum er hægt að koma í Ljósið og fá kennslu í prjóni, hekli og útsaum.
Þátttakendur koma sjálfir með efni og áhöld.

Suma mánuði erum við með þema í kennslunni svo sem tuskuprjón, hekla kolkrabba og margt fleira. Frábært tækifæri fyrir byrjendur til að koma sér af stað en einnig fyrir lengra komna til að auka færnina í mynstrum og aðferðum.

Helstu upplýsingar

Miðvikudagar kl. 9:00 – 12:00

Umsjón: Louisa Sif Mønster, iðjuþjálfi

Hildur, Eyrún og Margrét

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770