Á miðvikudögum er hægt að koma í Ljósið og fá kennslu í prjóni, hekli og útsaum.
Þátttakendur koma sjálfir með efni og áhöld fyrir sín sérverkefni. Einnig er möguleiki að fá lánaða prjóna og nýta garnið sem er til í Ljósinu.

Tækifæri til þess að leggja að mörkum og taka þátt í samfélagsverkefnum. Prjónahópurinn hefur prjónað og afhent afraksturinn til mismunandi aðila. Prjónaðar húfur og kolkrabbar fyrir vökudeildar, engla teppi fyrir Gleym mér ei, sokka, húfur, vettlinga fyrir frú Ragnheiði og sjúkrabíla bangsa fyrir sjúkrabílana. Að þessu sinni er verið að prjóna peysur fyrir Míu Magic sem er dúkka fyrir langveik börn.

Að sjálfsögðu er einnig velkomið að koma með sitt eigið prjón og njóta samverunnar í hópnum.

Frábært tækifæri fyrir byrjendur til að koma sér af stað en einnig fyrir lengra komna til að auka færnina í mynstrum og aðferðum.

Helstu upplýsingar

Miðvikudagar kl. 9:00 – 12:00

Umsjón: Louisa Sif Mønster, iðjuþjálfi

Hildur, Eyrún og Margrét

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770

 

ATH breyttan tíma í júlí og ágúst 
Miðvikudagar kl.9:00-12:00