Myndlist fyrir lengra komna er í boði hér í Ljósinu. Námskeiðið hentar þeim ljósberum sem hafa lokið grunnnámskeiðinu hjá okkur í Ljósinu eða hafa grunn í myndlist.
Málun – blönduð tækni
Lagt verður upp með skissubækur, akrílliti, blek, kol og kjark til að gera tilraunir, leita að sinni fjöl og njóta þess að skapa.
Leiðsögn í lita– og formfræði ásamt myndbyggingapælingum er ávallt samtvinnuð vinnuferlinu. Einnig verður málað á masonít og eða mdf– spjöld og pappír.
Skoðuð verða verk og vinnuaðferðir listafólks (myndbönd, bækur).
Skissubækur eru frábær verkfæri í myndsköpun. Skissubók er hubmyndabanki, vinnusvæði, hugleiðslustaður, minnispunktageymsla og svo margt fleira. Í henni er hægt að fletta upp tl að koma sér í sköpunargírinn.
Þörf er á að skrá sig.
Helstu upplýsingar
Næstu námskeið hefjast
11. september 2024
og
23. október 2024
Miðvikudagar:
12:30 – 15:30
Hvert námskeið er 6 vikur
Kennari:
Sara Vilbergs, myndlistakona
Rósa Sigrún Jónsdóttir, myndlistakona
Skráning og upplýsingar í síma 561-3770