Vegna gífurlega vinsælda komum við til með að bjóða aftur upp á ljósmyndanámskeið með henni Díönu Júlíusdóttur ljósmyndara.

Á þessu fjögurra skipta námskeiði fá þátttakendur kennslu í að taka betri ljósmyndir. Farið verður í þætti svo sem myndbyggingu, ljós og skugga, birtu auk ýmissa annara atriða sem auðvelda okkur að færa myndirnar okkar frá því að vera venjulegar yfir í framúrskarandi.

Þátttakendur notast við eigin síma eða myndavél

Námskeiðsgjald er 3000 kr og greitt er við skráningu

Hefst 12. janúar 2023

Við hvetjum áhugasama um að kynna sér námskeiðið betur hér. 

Helstu upplýsingar

Fimmtudagar kl. 9:00 – 12.00

Leiðbeinandi: Díana Júlíusdóttir

12. janúar
19. janúar
26. janúar
02. febrúar

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770