Nýtt – stutt handverksnámskeið í haust

Í haust bjóðum við upp á þá nýjung að vera með breytilegt handverk í hverjum mánuði á fimmtudögum.

 

September. Karín María Sveinbjörnsdóttir með aðstoð Sigrúnar Marínósdóttur leiðbeinir námskeiði í einfaldri bókagerð. Með fjölbreyttum aðferðum verður meðal annars útbúnar bókakápur en einnig verður farið í nokkrar aðferðir við bókasaum.

Nú gefst tilvalið tækifæri til að útbúa sér litla minnisbók, skissubók eða jafnvel litla uppskriftabók.

Efnisgjald er 2000 kr

Hefst 8. september 

 

Október.  Díana Júlíusdóttir ljósmyndari kemur til með að leiðbeina þátttakendum í að taka betri ljósmyndir. Farið verður í þætti svo sem myndbyggingu, ljós og skugga, birtu auk ýmissa annara atriða sem auðvelda okkur að færa myndirnar okkar frá því að vera venjulegar í framúrskarandi.

Þátttakendur notast við eigin síma eða myndavél

Námskeiðsgjald er 2000 kr

Hefst 6. október

Hér er heimasíða Díönu fyrir þá sem vilja kynna sér hennar verk og námskeiðið nánar

 

Nóvember. Elinborg Hákonardóttir ætlar að leiðbeina í leik og litagleði þar sem þátttakendur fá tækifæri til að kynnast alkahólbleki. Prufað verður að mála á ýmsan efnivið svo sem plast, gler, flísar og postulín.

Efnisgjald 2000 kr

Hefst 3. nóvember

 

Desember. Þrjá fyrstu fimmtudagana í desember komum við til með að vera með mismunandi jólahandverk en það verður auglýst þegar nær dregur.

Helstu upplýsingar

Einföld bókagerð 

8. september
15. september
22. september
29. september

Ljósmyndun „að taka betri myndir“

6. október
13. október
20. október
27. október

Alkahólblek

3. nóvember
10. nóvember
17. nóvember
24. nóvember

Jólahandverk

1. desember
8. desember
15. desember