Sumarið í Ljósinu

Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í boði í Ljósinu þó sumar og sumarfrí eru í algleymingi. 

Á þriðjudögum í júlí og ágúst verður ýmislegt á döfinni og þar sem við komum til með að prufa okkur áfram með ýmsa miðla svo sem einþrykk með gel plötum, collage, cyanotype, alkóhólblek, macramé og margt margt fleira.

Á miðvikudögum verður í boði að koma í prjón, hekl og útsaum en við bendum á að hópurinn hittist kl 10:00 -14:00 í júlí og ágúst.

Helstu upplýsingar

Fjölbreytt sumarhandverk:

Þriðjudagar kl 10:00 – 14:00

Prjón, hekl og útsaumur:

Miðvikudagar kl 10:00 – 14:00