Á föstudögum í vetur verða í boði mismunandi handverk eftir mánuðum. Hugmyndin með þessum námskeiðum er að gefa þátttakendum tækifæri til að kynnast nýju og fjölbreyttu handverki.

 

September – Dagbókagerð

Í september ætlum við að kynnast Bullet journaling eða flæðidagbókargerð. Farið verður í hvernig hægt er að nýta þetta form meðal annars fyrir daglegt skipulag, markmiðasetning, breytingar á venjum og margt fleira. Við æfum okkur og byrjum á að setja upp eigin dagbók.
Við komum einnig til með að skoða og jafnvel blanda saman fyrir þá sem áhuga hafa, „Art journaling“ og jafnvel „Junk journaling“ 

Efnisgjald 2000 kr 

Hefst 8. september og er fjögur skipti

Efnisgjald – 2000 kr
Skráning í móttöku Ljóssins

 

Október – Hygge

Við ætlum að hafa það huggulegt saman í október og komum við til með að prufa fjölbreytt handverk til að skapa huggulega stemningu bæði heima og í framkvæmd. 

Efnisgjald – 2000 kr

Hefst 6. október og er fjögur skipti
Skráning í móttöku Ljóssins

 

Nóvember – Stimplagerð

Stimplar fyrir ýmis tilefni. Á þessu námskeiði komum við til með að útbúa stimpla úr fjölbreyttum efnivið sem hægt er að nýta á margvíslegan máta svo sem til listsköpunar, að útbúa á fljótlegan máta kort og merkimiða, skreyta gjafir eða hressa upp á pappakassa og innkaupapoka svo þeir nýtist sem fallegar umbúðir fyrir gjafir.  

Efnisgjald – 2000 kr

Hefst 3. nóvember og er fjögur skipti
Skráning í móttöku Ljóssins

  

Desember – Jólahandverk

Við ætlum að bjóða upp á þrenns konar jólahandverk í desember og verður hægt að skrá sig á staka daga.

  • Litlir hnetubrjótar úr þvottaklemmum og störnur úr tréperlum 
  • Jólatré skreytt með perlum og eða blúndum 
  • Leikur með pappír, kort, stjörnur og fleira skemmtilegt útbúið. 

Efnisgjald – 2000 kr

Verður í boði 1. desember,  8. desember og 15. desember
Skráning í móttöku Ljóssins

 

Pop up – Pappamassafígúrur

Í lok nóvember kennir Sara Vilbergsdóttir myndlistakona áhugasömum að móta fígúrur úr vír, dagblöðum, silkipappír, málarateipi og fleiru. Skapandi og skemmtilegar samverustundir þar sem fjölbreyttar kynjaverur verða til. 

ATH þetta handverk verður í tvo mánudag og tvo þriðjudaga   

Verður dagana 28.nóvember, 29. nóvember, 5. desember og 6. desember og er fjögur skipti 

Efnisgjald – 3000 kr 

Skráning í móttöku Ljóssins 

Helstu upplýsingar

Föstudagar kl 9:00 – 12:00

Dagbókagerð

08. september
15. september
22. september
29. september

Hygge

06. október
13. október
20. október
27. október

Stimplagerð

03. nóvember
10. nóvember
17. nóvember
24. nóvember

Pop up – Pappamassafígúrur – kl 12:30 – 15:30
28. nóvember, þriðjudagur
29. nóvember, miðvikudagur
05. desember, þriðjudagur
06. desember, miðvikudagur

Jólahandverk

01. desember
08. desember
15. desember

 

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770 eða móttöku Ljóssins