Á föstudögum í vetur verða í boði mismunandi handverk í hverjum mánuði. Hugmyndin með þessum námskeiðum er að veita þátttakendum tækifæri til að kynnast nýju og fjölbreyttu handverki.
Takmarkaður fjöldi kemst að á hverju námskeiði og því þarf að skrá sig hjá móttöku Ljóssins
Efnisgjald á öll námskeið er 2500 kr nema annað sé tekið fram og greiðist í fyrsta tíma.
September – Flæðidagbók – augnablik
Í september ætlum við að að kynnast tvennskonar dagbókarformi. Við ætlum að skoða Bullet journaling eða flæðidagbók en einnig komum við til með að læra um augnablikið – glimmering og útbúa bók sem nýtist okkur til að halda um þessi augnablik sem gleðja og næra.
Alda Pálsdóttir iðjuþjálfi verður með fyrirlestur um hvernig hægt sé að nýta bæði þessi dagbókaform til að styðja við taugakerfið.
Hefst 6. september og er fjögur skipti
Október – Hygge
Við ætlum að hafa það huggulegt saman í október og komum við til með að prufa fjölbreytt handverk til að skapa huggulega stemningu bæði heima og í framkvæmd.
Hefst 4. október og er fjögur skipti
Nóvember – Tufting eða flos
Nóvember ætlum við að læra að tufta með Danella nálum og leika okkur með liti og þræði og útbúa litlar myndir eða „abstrakt“ verk.
Hefst 1. nóvember og er 4 skipti
Jólahandverk
Eins og undanfarin ár verðum við með þrjá föstudaga helgaða jólahandverki.
Hægt er að skrá sig á bið fyrir einu eða öllum skiptunum.
Verður dagana 29. nóvember, 6. desember og 13. desember
Pappamassafígúrur
Sara Vilbergsdóttir myndlistakona áhugasömum að móta fígúrur úr vír, dagblöðum, silkipappír, málarateipi og fleiru. Skapandi og skemmtilegar samverustundir þar sem fjölbreyttar kynjaverur verða til.
ATH þetta námskeið er 4 skipti á tveimur vikum.
Kennt verður dagana 3. desember, 4. desember, 10. desember og 11 desember kl 12:30 – 15:30
Efniskostnaður 3500 kr
Helstu upplýsingar
Fjölbreytt hausthandverk:
Föstudagar kl. 09:00 – 12:00
Skráning hjá móttöku Ljóssins