Á föstudögum í vetur verða í boði mismunandi handverk í hverjum mánuði. Hugmyndin með þessum námskeiðum er að veita þátttakendum tækifæri til að kynnast nýju og fjölbreyttu handverki.
Takmarkaður fjöldi kemst að á hverju námskeiði og því þarf að skrá sig hjá móttöku Ljóssins
Í desember bjóðum við upp á mismunandi jólahandverk á föstudögum kl. 9:00-12:00 (hámark tvö skipti á mann svo fleiri komist að).
- 5. desember – Jólakransagerð (2.000 kr fyrir efniskostnað)
- 12. desember – perlað jólaskraut fyrir t.d. jólapakkann eða jólatréið (1.000 kr fyrir efniskostnað)
- 19. desember – málað jólatrésskraut úr þvottaklemmum (1.000 kr fyrir efniskostnað)
Skráning fer fram í móttöku Ljóssins og í síma 561-3770
Helstu upplýsingar
Fjölbreytt jólahandverk í desember
Föstudagar kl. 9:00-12:00
Umsjón: Berglind Gunnarsdóttir, tómstundafræðingur
Skráning fer fram í móttöku Ljóssins
og í síma 561-3770

