Skemmtilegur hópur sem kemur saman, segir veiðisögur og undirbýr næsta veiðisumar með því að hnýta veiðilegar flugur.
Leiðbeinendur á staðnum sem aðstoða bæði byrjendur og lengra komna.
Stefnt er á að hafa flugukastkennslu þegar nær dregur veiðitíma, það verður auglýst sérstaklega.
Efni og verkfæri á staðnum.
ATH Þetta handverk fer fram í Kiwanishúsinu Eldey að Smiðjuvegi 13 A
Helstu upplýsingar
HEFST 20. október
Fimmtudagar kl 10:00 – 13:00
Kiwanishúsið Eldey, Smiðjuvegi 13 A.
Umsjón: Eyjólfur Guðmundsson, Ólafur Óskar Jónsson og Sigurbjörn Árnason
Upplýsingar í síma 561-3770
Þann 8.febrúar 2023 verða fluguhnýtingar aftur í boði í Ljósinu á Langholtsveginum
ATH breyttur tími
Miðvikudagar kl 9:00 – 12:00