Grunnfræðsla fyrir fólk búsett á landsbyggðinni

Fræðslunámskeið fyrir fólk á öllum aldri búsett á landsbyggðinni, sem hefur nýlega verið greint með krabbamein. Námskeiðinu er ætlað að bjóða upp á fræðslu og bjargráð sem nýtast til að stuðla að virkni og bæta líðan í kjölfar krabbameinsgreiningar (samhliða eða í kjölfarið af inngripi vegna krabbameins).

Jafningjastuðningur er ekki síður mikilvægur hluti af þátttökunni.

Markmið:

Að bjóða upp á fræðslu og bjargráð sem gagnast öllum þeim sem eru að takast á við afleiðingar krabbameinsgreiningar (miðað við að það sé innan við ár frá greiningu, metið eftir tilvikum). Fræðsla tekur tillit til þess að aðgengi að þjónustu og aðstæður geta verið mismunandi hjá hverjum og einum. Takmarkið er við að kynna leiðir og lausnir sem hægt er að nota án þess að þurfa að leita út fyrir heimabyggð.

Dagskrá

Fyrirlestarnir fara fram í gegnum fjarfundabúnað, en þátttakendur þurfa einungis nettengingu og tölvu/spjaldtölvu/snjall síma með myndavél og hljóði til að geta tekið þátt.

Til að geta tekið þátt í námskeiðinu er nauðsynlegt að vera skráður í þjónustu hjá Ljósinu.

hægt er að skrá sig í þjónustu hér.

Næsta námskeið

Nýtt námskeið hefst haust 2022

Umsjón: Unnur María Þorvarðardóttir, iðjuþjálfi og Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770