Fréttir

29
júl
2025

Samfélag sem byggir mann upp

Gyða Jónsdóttir greindist með krabbamein í vinstra brjósti snemma árs 2023. Það var mikið högg – en á þeirri vegferð sem tók við fann hún að styrkur og stuðningur eru ómetanleg. Haustið 2023, þegar hún var nýbúin með lyfjameðferð og stóð frammi fyrir geislameðferð, ákvað hún að leita í Ljósið – þar sem uppbygging, hlýja og fagleg þekking tóku við.

Lesa meira

29
júl
2025

Ljósið var vin í eyðimörkinni: Ferðalag í gegnum ferli krabbameins

Saga Elsu Lyng úr Ljósinu Þegar Elsa Lyng Magnúsdóttir greindist með brjóstakrabbamein þann 17. maí 2024 tók við krefjandi og óviss vegferð sem reyndi bæði á líkama og sál. Hún þurfti að gangast undir aðgerð þar sem hægra brjóst var fjarlægt og eitlar teknir vegna meinvarpa. Ferlið var átak en Elsa stóð ekki ein — frá fyrstu stundu stóð Ljósið

Lesa meira

24
júl
2025

Bilun í símkerfi Ljóssins

Kæru vinir, Vegna tæknilegrar bilunar er ekki hægt að hringja til okkar sem stendur. Unnið er að viðgerð. Endilega sendið okkur póst á mottaka@ljosid.is á meðan á þessu stendur – við svörum um hæl! Kveðja, Starfsfólk Ljóssins

21
júl
2025

Hönnun Steingríms Gauta á pokum og slæðum til styrktar Ljósinu

Nettó hleypir af stað styrktarátaki í dag, mánudaginn 21. júlí, til stuðnings Ljósinu – endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein. Með átaksverkefninu vill Nettó leggja sitt af mörkum til Ljóssins sem nú safnar fyrir nýju og stærra húsnæði. Kjarninn í verkefninu er sala á taupokum og slæðum, skreyttar verki listamannsins Steingríms Gauta, í verslunum Nettó um

Lesa meira

18
júl
2025

Afmælistónleikar 5. september 2025

Í ár fagnar Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, 20 ára starfsafmæli. Ljósið hefur í gegnum árin tekið á móti þúsundum krabbameinsgreindra einstaklinga, í endurhæfingu og aðstandendum þeirra í fræðslu og stuðning – og við höldum ótrauð áfram. Þann 5. september bjóðum við þjóðinni að fagna með okkur á afmælistónleikum Ljóssins. Þar koma fram:  Herra hnetusmjör  GDRN  Kristmundur Axel  Stefán

Lesa meira

15
júl
2025

Ljósið fagnar 20 ára afmæli með pop-up tímum

Ljósið fagnar nú 20 ára afmæli – tveimur áratugum af kærleiksríku starfi, endurhæfingu og stuðningi fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Í tilefni af þessum merka áfanga býður Ljósið upp á sérstaka 20 ára pop-up tíma fyrir þjónustuþega í ágúst og september Á dagskrá eru fjölbreyttir tímar í anda Ljósins – þar sem boðið verður upp

Lesa meira

4
júl
2025

Þau hlaupa fyrir Þóru Maríu – og fyrir Ljósið

Það gleður okkur að segja frá einstöku framtaki sem hópur vinnufélaga Þóru Maríu frá Röntgendeild Landspítalans, ásamt fjölskyldu og vinum, stendur fyrir – en þau ætla að hlaupa saman til styrktar Ljósinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Þóra María greindist með brjóstakrabbamein á síðasta ári og hefur hún nýtt sér þá þjónustu sem Ljósið veitir fólki sem greinst hefur með krabbamein og

Lesa meira

30
jún
2025

Kærleikskonur hlaupa með hjartað – fyrir Ljósið

Í ár tekur sérstakur hópur kvenna þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka – hópur sem lætur sig varða, hópur sem hefur gengið í gegnum margt saman og sameinast nú í hlaupinu með eitt markmið: að lýsa upp leiðina fyrir aðra. Þær kalla sig Kærleikskonur – og það er engin tilviljun. Kærleikskonur hittust í Ljósinu haustið 2024, þar sem þær tóku þátt í

Lesa meira

27
jún
2025

Ljósið í gegnum árin – saga úr hjarta starfseminnar

Í tilefni af 20 ára afmæli Ljóssins settumst niður með Margréti Frímannsdóttir sem fékk nýverið þá heiðursnafnbót að vera verndari Ljóssins. Margrét byrjaði öflug strax frá byrjun í grasrótinni og hefur fylgt vegferð og uppbyggingu starfseminnar alla tíð. Var hún fyrsti formaður stjórnar hjá Ljósinu. Hér deilir hún reynslu sinni – frá fyrstu skrefum í endurhæfingu eftir krabbameinsgreiningu til dagsins

Lesa meira

26
jún
2025

Prjónahópur Ljóssins prjónaði fyrir Miu Magic

Prjónahópur úr Ljósinu hefur síðustu mánuði prjónað peysur á Miu Magic dúkkuna og hafa nú afhent afraksturinn til forsvarsmanna Miu Magic sem munu sjá til þess að peysurnar rati á réttan stað. Dúkkan er hönnuð fyrir veik börn þar sem hægt er að bæta á dúkkuna því sem er verið að vinna með barninu eins og t.d. æðaleggi, lyfjabrunn, hnapp

Lesa meira