Fréttir

29
ágú
2024

Skapandi flæðidagbókargerð í september

Við byrjum haustið á spennandi handverki en þá munu Bogga og Alda bjóða upp á skapandi flæðidagbókargerð! Í raun fáum við að kynnast tvennskonar dagbókarformi. Annars vegar er það flæðidagbók sem margir kannast við á ensku sem Bullet journaling en hins vegar komum við til með að læra um augnablik, eða glimmering eins og það útleggst á ensku þar sem

Lesa meira

29
ágú
2024

Haustið í Ljósinu

Heil og sæl kæru vinir, Við í Ljósinu fögnum hverri árstíð og förum spennt inn í haustið sem sannarlega hefur sinn sjarma. Haustdagskrá Ljóssins býður uppá mikið úrval af dagskrárliðum, þjónustuþegar okkar ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér að neðan stiklum við á stóru á því sem í boði er. Við hvetjum ykkur eindregið til að kynna

Lesa meira

29
ágú
2024

Námskeið fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra

Það er aldeilis sem tíminn flýgur! Nú fer september mánuður að líða í garð og við höfum verið í óða önn að skipuleggja haustið. Það verður svo sannarlega nóg um að vera hér í Ljósinu og meðal annars eru að fara af stað þrjú aðskilin aðstandendanámskeið: Fyrir börn 6-13 ára hefst 18. september Fyrir ungmenni 14-17 ára hefst 1. október

Lesa meira

28
ágú
2024

MYNDIR Maraþongleðin á Hafnartorgi

Margt var um manninn í maraþongleði Ljóssins á Hafnartorgi að Reykjavíkurmaraþoni loknu síðastliðinn laugardag. Þar litu við hlauparar, aðstandendur og aðrir góðvinir Ljóssins og fögnuðu góðu gengi í hlaupinu á meðan þau gæddu sér á heimabökuðu bananabrauði úr Ljósinu og drykkjum frá Ölgerðinni. Flestir gestir voru sammála að það væri ómetanlegt að fá að hittast smá og loka maraþonupplifuninni með

Lesa meira

28
ágú
2024

Lokað í Ljósinu vegna starfsdaga

Lokað verður í Ljósinu mánudaginn 2. september og þriðjudaginn 3. september vegna starfsdaga starfsfólks. Við opnum aftur miðvikudaginn 4. september samkvæmt stundaskrá. Við minnum á að hægt er að leita upplýsinga um starfsemin hér á heimasíðunni og jafnframt er hægt að panta minningarkort hér á síðunni. Hlökkum til að koma fílefld til starfa á ný og göngum glöð inn í

Lesa meira

28
ágú
2024

Áhrif rafmagnsleysis á símkerfi Ljóssins

Kæru vinir, Fimmtudaginn 29. ágúst milli 9:00-11:00 verður rafmagnslaust á Langholtsvegi. Vegna þessa mun símkerfi Ljóssins liggja niðri á þessum tíma. Athugið að rafmagnsleysið hefur ekki áhrif á þjónustu Ljóssins.

25
ágú
2024

MYNDIR Sjáðu gleðina sem ríkti á maraþonklappstöð Ljóssins

Maraþondagurinn hófst snemma hjá okkur að vanda á laugardag þegar starfsfólk Ljóssins stillti upp fyrir árlegu klappstöðina JL húsið.  Gríðarlegur fjöldi kom við og hjálpaði okkur við að klappa og fastagestir nefndu að þau hefðu aldrei séð jafn marga mæta til klapps. Það endurspeglast í því að við höfum fengið miklar þakkir frá hlaupagörpum, bæði okkar og annarra félaga, fyrir

Lesa meira

23
ágú
2024

Frábærri skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons lokið

Nú er maraþongleðin í hávegi í Ljósinu og einungis nokkrir klukkutímar í að ræst verður í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2024. Undanfarna tvo daga hefur starfsfólk Ljóssins staðið vaktina á skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons, Fit&run, í Laugardalshöll og afhent yfir 250 boli til allra okkar dásamlegu einstaklinga sem hlaupa fyrir Ljósið á morgun – Takk fyrir komuna öll! Það er okkar mat (algjörlega hlutlaust)

Lesa meira

21
ágú
2024

Maraþon eftirpartý Ljóssins 2024 á Hafnartorgi

Ljósið býður í eftirpartý fyrir hlaupagarpa sem og aðstandendur að Reykjavíkurmaraþoni loknu! Þar verður gleðin og þakklætið við völd, léttar veitingar og myndabás. Lukkudýr Ljóssins mætir og kætir unga sem aldna. Litla Ljósabúðin verður á staðnum. Við vonumst til að sjá sem flest á Hafnartorgi (Hafnarstræti 19) klukkan 11:00 – 14:00. Hér finnið þið viðburðinn á Facebook en á myndinni

Lesa meira

20
ágú
2024

Vatnslitaverk Ölmu til styrktar Ljósinu á Menningarnótt

Fuglar og landslag eru megin áherslur í vatnslitaverkum Ölmu Sigrúnar sem seld verða á markaði Sjóminjasafnsins á menningarnótt. Alma Sigrún sótti endurhæfingu í Ljósið fyrir nokkrum árum og fékk þar að kynnast hinum margvíslegu formum myndlistar á námskeiði sem hún sótti samhliða annarri endurhæfingu. Þar fönguðu vatnslitirnir huga hennar og síðan þá hefur hún sótt námskeið í listforminu. Þau verk

Lesa meira