Fréttir

31
des
2022

Nýárskveðja

Kæru vinir, Við óskum ykkur öllum gleðilegs árs og hjartans þakklæti fyrir allar stundir, stuðning og hlýhug á árinu sem er að líða. Við horfum björtum augun til komandi árs og óskum ykkur öllum velfarnaðar. Ljósið opnar á ný eftir jólafrí 5.janúar. Með kærri kveðju, Starfsfólk Ljóssins

24
des
2022

Hátíðarkveðja úr Ljósinu

Kæru vinir, Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Megi hátíðarnar færa ykkur öllum góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Við hugsum með þakklæti til allra góðu stundanna sem við höfum átt með ljósberum, aðstandendum og velvildarfólki Ljóssins á árinu sem er að kveðja. Jólakveðjur, Starfsfólk Ljóssins

20
des
2022

Ljósið lokar klukkan 14:00 á fimmtudag

Kæru vinir, Ljósið fer í jólafrí næstkomandi fimmtudag 22.desember klukkan 14:00, athugið að það er ekki opið til klukkan 16:00 eins og venjan er á fimmtudögum. Við opnum svo aftur á nýju ári þann 5.janúar, en nýtt ár byrjar á skipulags og starfsdögum starfsfólksins. Hafið það sem allra best í jólafríinu, við hvetjum ykkur eindregið að huga vel að heilsunni

Lesa meira

13
des
2022

Jólastund á fimmtudag

Við ætlum að eiga notalega jólastund í Ljósinu í hádeginu næstkomandi fimmtudag 15.desember. Klukkan 12:30 verður boðið upp á heitt kakó og smákökur. Við fáum til okkar góða gesti úr Blekfjelaginu sem lesa örsögur upp úr nýútkominni bók ritlistarnema við Háskóla Íslands. Létt og laggóð samvera á milli dagskrárliða í Ljósinu og hvetjum við ykkur til að mæta í jólalegum

Lesa meira

12
des
2022

Jólapeysudagurinn er á fimmtudag

Næstkomandi fimmtudag 15.desember ætlum við að vera á jólalegu nótunum í Ljósinu. Við hvetjum alla, bæði starfsfólk og þá sem heimsækja Ljósið að koma jólaleg í hús. Þetta þarf ekki að vera flókið, það er ýmislegt hægt að gera  einfalt en gott í þeim málum. Jólasokkar, eyrnalokkar, jólapeysur, húfur, hægt er að hengja á sig jólakúlu nú eða bara skella

Lesa meira

9
des
2022

Söfnuður og kvenfélag Bústaðakirkju komu færandi hendi

Við fengum til okkar góða gesti sem komu færandi hendi. Söfnuðurinn í Bústaðakirkju ásamt Kvenfélagi Bústaðakirkju færðu Ljósinu veglegan styrk. Kirkjan stór fyrir tónleikaröð í Bleikum  október sem skilaði 100þúsund krónum í styrk til Ljóssins. Jafnframt ákvað Kvenfélag Bústaðakirkju að leggja til 300 þúsund krónur. Heildarupphæð nemur því 400 þúsund krónum. Við sendum bestu þakkir fyrir þetta góða framlag, sem

Lesa meira

5
des
2022

Ljósablaðið 2022 er komið út

Árlegt tímarit Ljóssins er nú komið út í glæsilegri stafrænni útgáfu. Hér má nálgast blaðið Eins og alltaf eru efnistökin fjölbreytt og spanna allt frá faglegum umfjöllunum starfsfólks yfir í áhrifaríkar frásagnir þjónustuþega. Við leitumst við að hafa hlýja blæinn úr Ljósinu ríkjandi í blaðinu. Með stafrænni útgáfu gefst okkur tækifæri til að færa ykkur persónulegri frásagnir í formi hlaðvarpa, gæða umfjöllunina meira

Lesa meira

23
nóv
2022

Aðventuhátíð Bergmáls í Háteigskirkju 4.desember

Kæru vinir,  Við viljum vekja athygli á aðventuhátíð vina okkar hjá Bergmáli sem fram fer í Háteigskirkju sunnudaginn 4.desember klukkan 15:00.  Dagskráin verður á hátíðlegum nótum. Heilsun, Össur Stefánsson  Samsöngur, ,,Í dag er glatt í döprum hjörtum” Jólaguðspjall, Guðmundur Þórhallson Drengjakór Þorfinns Karlsefnis, Hallveigar og Sæmundarbræðra syngur jólalög. Stjórnandi Guðbjörg R. Tryggvadótti Einsöngur, Guðbjörg R. Tryggvadóttir sópran, Ave María Kaldalóns

Lesa meira

10
nóv
2022

Betra skipulag og bætt líðan með Virpi Jokinen

Miðvikudaginn 30. nóvember klukkan 14:00 mun Virpi Jokinen, fyrsti vottaði skipuleggjandinn (e. Professional Organizer) hér á landi, halda erindi í Ljósinu. Við erum sífellt að takast á við breyttar aðstæður sem hafa oft í för með sér ofgnótt af hlutum. Og stundum er ekki auðvelt að eiga við þetta allt, að minnsta kosti ekki ein og óstudd. Skipulagsleysi getur endurspeglast

Lesa meira

7
nóv
2022

Landslið kvenna í blaki kom færandi hendi

Fulltrúi landsliðs kvenna í blaki heimsótti okkur á dögunum og færði fyrir hönd landsliðsins Ljósinu gjafir í minningu Mundínu Ásdísar. Mundína, eða Munda eins og hún var kölluð, lést úr krabbameini nýlega en hún skipaði stóran sess í hjarta liðsins. Munda vann mikið og óeigingjarnt starf fyrir Blaksamband Íslands og þeim hjartans mál að heiðra minningu hennar með þessu fallega

Lesa meira