Fræðandi fyrirlestur um margt sem viðkemur krabbameinsrannsóknum, lífsstíl og áhrif á lífsgæði. Mánudaginn 14. apríl kl: 13.30 í Ljósinu Helgi Sigurðsson er prófessor í krabbameinslækningum,yfirlæknir á lyflækningasviði krabbameina og situr jafnframt í stjórn Ljóssins. Allir velkomnir
Þar sem annar aðilinn (báðir) hefur greinst með krabbamein. Það getur haft mikil áhrif á parsambönd þegar annar einstaklingurinn greinist með krabbamein. Á þessu námskeiði fá pör tækifæri til að ræða og fræðast um áhrif veikinda á parsambönd og læra hvernig hægt er að vinna með þessi áhrif þannig að þau skapi ekki fjarlægð heldur nánd og vöxt. Stjórnandi: Kristín
Breytingar á hópum, hentar báðum kynjum og öllum aldri Gönguhópar Nú ætlum við að hafa bæði hægari göngu og röskari göngu á sama tíma eða kl. 11:05 á þriðjudögum og fimmtudögum. Guðrún Ýr stjórnar röskari göngunni en Sigrún Vikar og Björk þeirri hægari. Verið dugleg að mæta…gott að fá súrefnið í kroppinn. Fínt að byrja á því að fara
Ljósið bíður nú uppá einkatíma hjá snyrtifræðingi, hægt er að panta tíma í eftirfarandi dekur. Snyrtifræðingur Ljóssins notar eingöngu snyrtivörur frá Blue Lagoon. Tímarnir eru hugsaðir fyrir bæði kynin. Föstudagar allar meðferðir og þriðjudögum er hand og fótsnyrting. Tímapantanir eru í síma 5613770 Snyrtifræðingur Ljóssins er Arna Eir Árnadóttir ATH! Tímarnir eru eingöngu ætlaðir krabbameinsgreindum og aðstandendum Meðferðir með Blue
Þessa dagana endurgreiðir Sjóvá rúmlega 21 þúsund tjónlausum og skilvísum fjölskyldum í vildarþjónustunni Stofni hluta af iðgjöldum síðasta árs. Í ár, líkt og undanfarin ár, gefst viðskiptavinum kostur á að styrkja gott málefni um leið og þeir ráðstafa endurgreiðslu sinni. Í ár geta viðskiptavinir styrkt Ljósið. lesa meira hér
Fallegu kertastjakarnir komnir í sölu í Ljósinu Langholtsvegi 43..ódýrir, fallegir og styrkur til Ljóssins. Einn kostar 2500, tveir saman 4.500,- Verið velkomin…
Anna Borg formaður og Hafrún Dóra stjórnarmaður Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar komu í heimsókn á dögunum og færðu Ljósinu 500.000 þúsund krónur að gjöf. Við erum innilega þakklát fyrir stuðningin.
Nýtt námskeið hefst 3.febrúar Skráning á Endurhæfingarnámskeið í Ljósinu fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein, sími 5613770. Fræðsla og umræður, mánudaga kl 10-12 Hér er hægt að lesa meira um námskeiðið Dagskrá, febrúar til mars 2014 Tími 1, 3.febrúar: Heilbrigði og leiðin aftur til vinnu eða náms í kjölfar krabbameins og meðferðar (Rannveig Björk Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur