Ljósafoss niður Esjuna 11. desember 2010 með Þorsteini Jakobssyni Steini hefur nú þegar gengið 364 toppa- fer þann síðasta 365.á laugardaginn. Dagskrá á laugardaginn / Esjustofa. 13:30 Valgeir Skagfjörð og Hjörtur Howser spila falleg lög- og verða allan tímann. 14:00 Mæting við Esjustofu fyrir göngugarpa 14:30 Lagt af stað upp á Esjuna með Þorsteini 16:00-17:00 Ljósafossinn kemur
Solla himneska ætlar að vera hjá okkur í Ljósinu föstudaginn 3 desember kl:10-12 þá ætlar hún að kenna okkur að gera jóla gott á hollan máta Það þarf ekki að skrá sig – bara mæta í jólafíling Hlökkum til að sjá ykkur
Smelltu hér til að skoða myndir af handverkinu sem verður til sölu Smellið á myndina til að opna í pdf.
Nýtt og skemmtilegt í Ljósinu miðvikudaginn 17.nóv kl: 10.00 – 12.00 Á námskeiðinu verður þátttakendum kennt að bera sig að við súkkulaðiskreytingar og aðferðir til að búa til tertuskraut úr súkkulaði. Auk þess hvernig búa á til marzipanrósir. Farið verður yfir helstu atriði er varða kransakökubakstur og kransakonfekt. Kennari er Kristbjörn Bjarnason Námskeiðið kostar 2000 kr – Hráefni innifalið – Hámark 10 þátttakendur Skráning
Samstarfsverkefni Ljóssins, Krafts og SKB Næstkomandi fimmtudagskvöld, þann 21. október verður spilakvöld hjá ungliðahópnum í húsakynnum SKB, Hlíðarsmára 14. Við ætlum að byrja að spila klukkan 20:00 og því er um að gera að vera tímanlega. Ýmis skemmtileg spil verða spiluð en fólki er að sjálfsögðu frjálst að mæta með eigin spil. Ungliðahópurinn er samstarfsverkefni Krafts, Ljóssins og SKB og
Bleik bjartsýni er bútasaumsteppi sem yfir 40 bútasaumskonur saumuðu eða komu að, með einum eða öðrum hætti og gáfu Ljósinu, það voru margar hendur sem komu að teppinu, Jóhanna Viborg sá um að quiltera teppið og Rakel Björt Jónsdóttir sá um ljósmyndun, og allar gáfu þær vinnu sína. Bútasaumskonurnar gáfu einnig Ljósinu 1.prentun af korti með mynd af teppinu sem er til
Aníta Berglind Einarsdóttir verður með námskeið í Ljósinu fimmtudaginn 16 des kl. 13:00-14:00 Aníta Berglind leiðbeinir þér með að binda slæður og buff á flottan hátt. Erum með efni á staðnum, einnig hægt að koma með sína eigin slæðu. Allar sem þurfa á þessari þjónustu að halda velkomnar. Ókeypis þjónusta
Þorsteinn Jakobsson göngugarpur lætur enn á ný til sín taka til að minna á Ljósið endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda. Tvö ár í röð hefur hann gengið til að minna á starfsemi Ljóssins. Árið 2009 gékk hann 7 sinnum upp og niður Esjuna. Árið 2010 gékk hann þann 28 maí, 10 tinda á 12 og 1/2 klukkutímum, auk þess að ganga
Ungliðar athugið! Það á að hittast á miðvikudag 6.okt í stað fimmtudags. Stefnan er tekin á Keiluhöllina kl:20.00
Að gefnu tilefni viljum við koma því á framfæri að það er ekki verið að hringja í einstaklinga til að biðja þá um að styrkja Ljósið. Einhver hefur lent í því að fá símtal þar sem viðkomandi er beðinn um að styrkja Ljósið og gefa upp debetkortanúmer. Vinsamlegast verið á varðbergi. Með kveðju Erna Magnúsdóttir forstöðukona