Aðalfundur Ljóssins verður haldinn þriðjudaginn 7. maí næstkomandi klukkan 16:30 í húsakynnum Ljóssins að Langholtsvegi 43. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Kærar kveðjur, Stjórn Ljóssins
Vaskar konur úr Oddfellow stúku númer sjö færðu Ljósinu formlega í gær saumavélar sem ætlaðar eru námskeiðshaldi í Ljósinu. Meðlimir stúkunnar, sem ber hið sterka og fallega heiti Þorgerður, þekkja vel til starfsins í Ljósinu og vildu með gjöfinni styðja við starfið og sýna stúkusystrum sínum sem sótt hafa endurhæfingu í Ljósið stuðning. Katla Sigurðardóttir, klæðskera- og kjólameistari sem og kennari
Það myndast sérstök stemning í litagleðinni í myndlistartímum í Ljósinu og margir eignast sínar fyrstu trönur eftir eftir að hafa sótt endurhæfingu í Ljósið í kjölfar krabbameinsgreiningar. Frá upphafi hefur stór hluti endurhæfingarinnar verið í gegnum handverk og list. Það hefur löngum verið sagt að listin hafi sannan lækningamátt en því til viðbótar sýna æ fleiri rannsóknir fram á að
Enn eru laus sæti á námskeið fyrir fólk sem er með langvinnt krabbamein sem hefst 15. apríl. Aðalmarkmiðin með námskeiðinu eru að þátttakendur auki jafnvægi sitt í daglegu lífi, virkni, vellíðan og von. Á námskeiðinu gefst tækifæri til þess að hitta aðra í sömu sporum, fá fræðslu og stuðning við að þekkja eigin tilfinningar og hugsanir. Einnig kynnum við leiðir
Miðvikudaginn 17. apríl kl 13:30 eru allir Ljósberar velkomnir í heimsókn í Borgir í Spönginni. Þar fáum við kynningu á líflegu og fjölbreyttu félagsstarfi í félagsmiðstöðinni Borgum. Öll velkomin en skráning fer fram í móttöku Ljóssins. Hópurinn hittist í anddyri Borga – Spönginni 43 klukkan 13:00.
Við minnum alla veiðigarpa á að síðasti tíminn í fluguhnýtingum í vor verður fimmtudaginn 11. apríl. Það er því um að gera að ganga frá öllum lausum hnútum og fara yfir veiðimarkmið sumarsins.
Við brjótum aðeins upp dagskrá líkamlegrar endurhæfingar föstudaginn 19. apríl og bjóðum þjónustuþega Ljóssins velkomna í tíma í bandvefslosun klukkan 12:30. Tíminn verður í tækjasalnum og því falla teygjutími, þoltími sem og opinn tími í tækjasal niður á þeim tíma. Í þessum tíma verður gestaleiðbeinandi en það er hún Hekla sem sem heldur úti vefnum bandvefslosun.is. Athugið að takmarkaður fjöldi
Prjónahópur úr Ljósinu hefur síðustu mánuði heklað kolkrabba fyrir fyrirbura á Vökudeild barnaspítala Hringsins. Í gær afhentu fulltrúar Ljóssins Sigríði Maríu Atladóttur, deildarstjóra Vökudeildar afraksturinn. Þátttakendur í verkefninu eru hópur sem hefur áhuga á prjónamennsku og fær út úr því ánægju og vellíðan við að búa til eitthvað frá grunni í höndunum. Þau gleyma stað og stund í góðum félagsskap
Kæru Ljósavinir, Frá upphafi hefur stuðningur einstaklinga við endurhæfingarstarf Ljóssins skipt gríðarlegu máli. Ykkar framlag hefur leyft starfinu vaxa og bætt þannig lífsgæði krabbameinsgreinda með faglegri heildrænni endurhæfingu og stuðningi sem á sér fáan eða engan líkan. Mánaðarlega sækja yfir 600 manns þjónustu í Ljósið, ýmist í viðtöl við fagaðila, námskeið, fræðslu, líkamlega endurhæfingu, handverk og fleira. Með ykkar stuðningi
Gleðilega páska kæru vinir. Við hjá Ljósinu óskum ykkur yndislegra stunda í páskafríinu. Ljósið opnar aftur þriðjudaginn 2.apríl. Hafið það sem allra best yfir páskana! Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins