Viðtal við Tínu Sigurðardóttur, fyrrum þjónustuþega í Ljósinu. Höfundur Eva Guðrún Kristjánsdóttir Þegar Tína Sigurðardóttir greindist með brjóstakrabbamein í mars 2024 var það eins og veruleikinn breyttist á einu augnabliki. Hún hafði verið aðstandandi áður og komið einu sinni í kaffi í Ljósið, en hugsaði aldrei að hún myndi sjálf þurfa að leita þangað. „Það var fjarlægt manni að maður
Það var sannarlega glatt á hjalla í Ljósinu síðastliðinn fimmtudag þegar þjónustuþegar ásamt starfsfólki Ljóssins fögnuðu 20 ára afmælisárinu. Húsið var fullt af brosandi andlitum, boðið var upp á glæsilegar veitingar og söngkonan Silja Rós spilaði og söng ljúfa tóna. Afmælissöngurinn var sunginn við góðar undirtektir allra nærstaddra. Margrét Frímannsdóttir var heiðruð og þakkað fyrir ómetanleg störf í þágu Ljóssins
Þá fer að líða að árlegri fjölskyldugöngu Ljóssins! Í ár göngum við í kringum Hvaleyrarvatn og hittumst við bílastæðið vestan megin vatnsins, miðvikudaginn 11. júní. Gangan hefst klukkan 11:00 með upphitun og í kjölfarið göngum við af stað, hvert á sínum hraða. Hringurinn í kringum vatnið er um 2,2 kílómetrar og stígurinn tiltölulega greiðfær – þéttur malarstígur alla leiðina. Starfsfólk Ljóssins
Að eiga góðar vinkonur eru lífsins lukka en í kjölfar krabbameinsgreiningar rísa vinkonur gjarnan upp á ólíka vegu. Sumar mæta og vökva blómin, aðrar fara með þig í bíltúr og svo eru það þær sem reima á sig hlaupaskóna til að safna áheitum fyrir miðstöðina þar sem þú verð mestum tíma samhliða krabbameinsmeðferðum – Já vinkonur eru sannarlega magnaðar! Í
Á aðalfundi Ljóssins þann 15. maí 2025 var farið yfir starfsemi og ársreikninga liðins starfsárs. Einnig voru rædd helstu mál sem varða framtíð Ljóssins, þar á meðal samningaviðræður og húsnæðismál. Stjórnarkosningar fóru fram og var Brynjólfur Eyjólfsson endurkjörinn formaður. Sara Lind Guðbergsdóttir, sem setið hefur í stjórn Ljóssins undanfarin ár, lætur nú af störfum. Ljósið þakkar Söru Lind innilega fyrir
Hvernig hefur líkaminn áhrif á samskipti og tengsl? Geta líkamleg viðbrögð haft áhrif á hvernig við sýnum stuðning og nánd? Í næsta erindi í fyrirlestraröðinni Samtalið heim, fáum við innsýn í ósjálfráða taugakerfið. Við ræðum áhrif þess á daglegt líf, sérstaklega þegar fólk stendur frammi fyrir veikindum, álagi eða er að styðja nákominn aðila í gegnum slíkar aðstæður. Alda Pálsdóttir,
Fimmtudaginn 15. maí kl. 14:00 ætlum við í Ljósinu að hefja hátíðahöld í tilefni af 20 ára afmæli okkar með hlýlegri og skemmtilegri samverustund í húsakynnum okkar. Þetta er fyrsti viðburðurinn í röð afmælishátíðarinnar, og við hlökkum til að fagna þessum áfanga með ykkur öllum! Við bjóðum upp á ljúffenga köku og snittur, og lofum góðri stemningu þar sem við
Við bjóðum þjónustuþegum okkar hjartanlega velkomin í skemmtilegan og hvetjandi Júróvisjón þoltíma í hádeginu á föstudaginn, 16. maí, kl. 12:00. Þetta er einstakt tækifæri til að sameinast í gleði og hreyfingu þar sem við hlustum á vinsælustu Júróvisjón lögin í gegnum tíðina. Þoltíminn er sniðinn að öllum getu- og þrekmörkum, þannig að allir geta tekið þátt á sínum forsendum. Komdu
Reykjavíkurmaraþonið er handan við hornið og áheitasöfnun Ljóssins er að mjakast af stað. Þrír einstaklingar, Karen Hrund, Ester Inga og Lilja Karlsdóttir, eru meðal þeirra sem hafa skráð sig til leiks og ætla að hlaupa til styrktar Ljósinu. Þrátt fyrir ólíkar ástæður og bakgrunn eiga þær eitt sameiginlegt: þær vilja leggja sitt af mörkum til að styðja við þau sem
Í Ljósinu er starfrækt lítil snyrtistofa þar sem boðið er upp á meðferðir og námskeið sérstaklega hönnuð fyrir fólk í krabbameinsmeðferð. Þar fá þátttakendur tækifæri til að staldra við, næra húðina og öðlast smá ró og sjálfstraust á erfiðu tímabili. Krabbameinsmeðferðir geta haft margvísleg áhrif á húð og útlit. Lyf geta valdið þurrki, ertingu og roða í húð, auk breytinga