Fréttir

25
ágú
2025

Maraþongleðin í myndum!

Kæru vinir, Við erum í skýjunum eftir frábæra skráningahátíð í Fit&Run og svo maraþondaginn sjálfan! Mikið var gaman að hitta svona mörg ykkar á klappstöðinni og önnur á hlaupum! Maraþondagurinn hófst snemma hjá okkur að vanda á laugardag þegar starfsfólk Ljóssins stillti upp fyrir árlegu klappstöðina JL húsið.  Gríðarlegur fjöldi kom við og hjálpaði okkur við að klappa og fastagestir

Lesa meira

18
ágú
2025

SMS Skilaboð frá Ljósinu

Kæru vinir, við erum spennt fyrir afmælisviðburðum Ljóssins en svo virðist sem nýja afgreiðslukerfið sé enn spenntara. Í einhverjum tilvikum hefur kerfið sent út ótal textaskilaboð samtímis til að minna á sama viðburðinn. Það er af hinu góða að fá áminningarskilaboð en við biðjumst innlegrar afsökunar á ónæðinu sem fylgir því að fá fleiri en ein skilaboð í einu að

Lesa meira

7
ágú
2025

Hlaupið fyrir Birtu Björk – vinahópur sameinast í Reykjavíkurmaraþoninu

Í ár tekur einstakur hópur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu með fallegan tilgang: Að hlaupa fyrir Birtu Björk, vinkonu þeirra sem hefur staðið frammi fyrir alvarlegum veikindum. „Við vorum nokkur búin að plana að hlaupa í ár og kom ekkert annað til greina en að hlaupa fyrir hana eftir þær fréttir sem við fengum í nóvember síðastliðnum,“ segir hópurinn. Þau eru nánir

Lesa meira

31
júl
2025

Sterkari út í lífið – með stuðningi, hreyfingu og vináttu

Saga Elínar Ólafar úr Ljósinu Þegar Elín Ólöf greindist með brjóstakrabbamein í nóvember 2024 leit hún á veikindin sem tímabundið stopp. „Ég ætlaði svosem ekki að nýta mér þjónustuna í Ljósinu,“ segir hún heiðarlega. „Ég hélt að þetta yrði lítið mál – bara aðgerð og svo aftur í vinnuna.“ En það fór á annan veg. Það sem virtist fyrst eiga

Lesa meira

31
júl
2025

Iðja sem styrkir – Afmælisviðburðir Ljóssins

Ljósið er 20 ára og af því tilefni hefur verið sett saman einstök pop-up dagskrá í ágúst og september – tímar sem spretta fram eins og blóm á sumri og bjóða þátttakendum að staldra við, tengjast og njóta.  Bak við dagskrána stendur Hólmfríður Einarsdóttir, iðjuþjálfi en hún er ein af þeim sem lagt hefur sál og skapandi kraft í skipulagningu

Lesa meira

29
júl
2025

Samfélag sem byggir mann upp

Gyða Jónsdóttir greindist með krabbamein í vinstra brjósti snemma árs 2023. Það var mikið högg – en á þeirri vegferð sem tók við fann hún að styrkur og stuðningur eru ómetanleg. Haustið 2023, þegar hún var nýbúin með lyfjameðferð og stóð frammi fyrir geislameðferð, ákvað hún að leita í Ljósið – þar sem uppbygging, hlýja og fagleg þekking tóku við.

Lesa meira

29
júl
2025

Ljósið var vin í eyðimörkinni: Ferðalag í gegnum ferli krabbameins

Saga Elsu Lyng úr Ljósinu Þegar Elsa Lyng Magnúsdóttir greindist með brjóstakrabbamein þann 17. maí 2024 tók við krefjandi og óviss vegferð sem reyndi bæði á líkama og sál. Hún þurfti að gangast undir aðgerð þar sem hægra brjóst var fjarlægt og eitlar teknir vegna meinvarpa. Ferlið var átak en Elsa stóð ekki ein — frá fyrstu stundu stóð Ljósið

Lesa meira

24
júl
2025

Bilun í símkerfi Ljóssins

Kæru vinir, Vegna tæknilegrar bilunar er ekki hægt að hringja til okkar sem stendur. Unnið er að viðgerð. Endilega sendið okkur póst á mottaka@ljosid.is á meðan á þessu stendur – við svörum um hæl! Kveðja, Starfsfólk Ljóssins

21
júl
2025

Hönnun Steingríms Gauta á pokum og slæðum til styrktar Ljósinu

Nettó hleypir af stað styrktarátaki í dag, mánudaginn 21. júlí, til stuðnings Ljósinu – endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein. Með átaksverkefninu vill Nettó leggja sitt af mörkum til Ljóssins sem nú safnar fyrir nýju og stærra húsnæði. Kjarninn í verkefninu er sala á taupokum og slæðum, skreyttar verki listamannsins Steingríms Gauta, í verslunum Nettó um

Lesa meira

18
júl
2025

Afmælistónleikar 5. september 2025

Í ár fagnar Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, 20 ára starfsafmæli. Ljósið hefur í gegnum árin tekið á móti þúsundum krabbameinsgreindra einstaklinga, í endurhæfingu og aðstandendum þeirra í fræðslu og stuðning – og við höldum ótrauð áfram. Þann 5. september bjóðum við þjóðinni að fagna með okkur á afmælistónleikum Ljóssins. Þar koma fram:  Herra hnetusmjör  GDRN  Kristmundur Axel  Stefán

Lesa meira