Solla

12
sep
2024

Hreint styrkir Ljósið

Hreint hefur síðastliðin 14 ár haldið golfmót fyrir viðskiptavini sína, birgja og velunnara. Síðustu 10 ár hefur skapast sú hefð að aðalverðlaun mótsins er styrkur til góðgerðarmálefnis sem sigurvegari mótsins velur og nemur fjárhæðin 150.000 krónum. Mótið í ár fór fram á Urriðavelli, hinum glæsilega golfvelli Golfklúbbsins Odds, og var það vel sótt að venju. Eftir spennandi og skemmtilega keppni

Lesa meira

12
sep
2024

Hópar landsins látum Ljósið skína! 

Nú höfum við ýtt úr vör nýju verkefni með yfirskriftina: Hópar landsins láta Ljósið skína! Verkefnið sýnir hvernig endurhæfingin og stuðningurinn í Ljósinu hefur margföldunaráhrif inn í margvíslega hópa sem þjónustuþegarnir okkar tilheyra. Hvernig Ljósið grípur hópmeðlim þegar hann greinist með krabbamein, og veitir honum stuðning þegar hópurinn hefur ekki ráðrúm eða burði til. Með herferðinni eru hópar landsins; vinahópar,

Lesa meira

12
sep
2024

Settu Ljósavinahönnun á þína miðla!

Gerðu þína eigin hönnun! Í tengslum við fallega Ljósavinaverkefnið sem hófst í gær bjóðum við öllum okkar dýrmætu vinum að hanna sína eigin mynd á samfélagsmiðlana með skilaboðum um Ljósavini. Það tekur einungis fimm smelli að útbúa þína eigin Ljósavina mynd: Smella hér, velja hönnun, skrifa nafn á hóp, velja mynd og hala niður! Svo er bara um að gera

Lesa meira

11
sep
2024

Skráðu þinn hóp til leiks í vinaleik Ljóssins!

Samhliða nýju Ljósavinaverkefni býður Ljósið, Center Hotels, Play og Pablo Discobar upp á spennandi vinaleik fyrir Ljósavini fram til 1. október 2024. Í boði eru tveir glæsilegir vinningar fyrir einstaklega heppna hópa. Því fleiri úr hópnum sem er Ljósavinir, því meiri eru líkurnar á að þið vinnið!   Um verðlaunin Um er að ræða tvo ólíka vinninga. Annars vegar er

Lesa meira

29
ágú
2024

Skapandi flæðidagbókargerð í september

Við byrjum haustið á spennandi handverki en þá munu Bogga og Alda bjóða upp á skapandi flæðidagbókargerð! Í raun fáum við að kynnast tvennskonar dagbókarformi. Annars vegar er það flæðidagbók sem margir kannast við á ensku sem Bullet journaling en hins vegar komum við til með að læra um augnablik, eða glimmering eins og það útleggst á ensku þar sem

Lesa meira

28
ágú
2024

MYNDIR Maraþongleðin á Hafnartorgi

Margt var um manninn í maraþongleði Ljóssins á Hafnartorgi að Reykjavíkurmaraþoni loknu síðastliðinn laugardag. Þar litu við hlauparar, aðstandendur og aðrir góðvinir Ljóssins og fögnuðu góðu gengi í hlaupinu á meðan þau gæddu sér á heimabökuðu bananabrauði úr Ljósinu og drykkjum frá Ölgerðinni. Flestir gestir voru sammála að það væri ómetanlegt að fá að hittast smá og loka maraþonupplifuninni með

Lesa meira

28
ágú
2024

Lokað í Ljósinu vegna starfsdaga

Lokað verður í Ljósinu mánudaginn 2. september og þriðjudaginn 3. september vegna starfsdaga starfsfólks. Við opnum aftur miðvikudaginn 4. september samkvæmt stundaskrá. Við minnum á að hægt er að leita upplýsinga um starfsemin hér á heimasíðunni og jafnframt er hægt að panta minningarkort hér á síðunni. Hlökkum til að koma fílefld til starfa á ný og göngum glöð inn í

Lesa meira

28
ágú
2024

Áhrif rafmagnsleysis á símkerfi Ljóssins

Kæru vinir, Fimmtudaginn 29. ágúst milli 9:00-11:00 verður rafmagnslaust á Langholtsvegi. Vegna þessa mun símkerfi Ljóssins liggja niðri á þessum tíma. Athugið að rafmagnsleysið hefur ekki áhrif á þjónustu Ljóssins.

25
ágú
2024

MYNDIR Sjáðu gleðina sem ríkti á maraþonklappstöð Ljóssins

Maraþondagurinn hófst snemma hjá okkur að vanda á laugardag þegar starfsfólk Ljóssins stillti upp fyrir árlegu klappstöðina JL húsið.  Gríðarlegur fjöldi kom við og hjálpaði okkur við að klappa og fastagestir nefndu að þau hefðu aldrei séð jafn marga mæta til klapps. Það endurspeglast í því að við höfum fengið miklar þakkir frá hlaupagörpum, bæði okkar og annarra félaga, fyrir

Lesa meira

23
ágú
2024

Frábærri skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons lokið

Nú er maraþongleðin í hávegi í Ljósinu og einungis nokkrir klukkutímar í að ræst verður í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2024. Undanfarna tvo daga hefur starfsfólk Ljóssins staðið vaktina á skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons, Fit&run, í Laugardalshöll og afhent yfir 250 boli til allra okkar dásamlegu einstaklinga sem hlaupa fyrir Ljósið á morgun – Takk fyrir komuna öll! Það er okkar mat (algjörlega hlutlaust)

Lesa meira