Íris Frímannsdóttir

16
des
2025

Styrkur frá Oddfellow st. nr. 20 Halldóru

Við fengum æðislega heimsókn í Ljósið í dag frá þeim Katrínu, Sigríði og Eyrúnu, sem komu fyrir hönd Oddfellow stúku nr. 20, Halldóru. Stúkan er staðsett á Selfossi og samanstendur af 67 konum. Á hverju ári velja þær eitt málefni til að styrkja og í þetta sinn ákváðu þær að styrkja Ljósið. Bæði til að styðja Katrínu, sem hefur verið

Lesa meira

16
des
2025

Jólauppboð til styrktar Ljósinu

Á laugardaginn síðasta var haldið glæsilegt jólauppboð í Góða hirðinum til styrktar Ljósinu. Tónlistarmaðurinn KK var uppboðshaldari og hélt uppi góðri stemmingu. Á uppboðinu voru alls 29 munir seldir og í heildina söfnuðust 897.200 kr., sem rennur óskipt til starfsins í Ljósinu. Við erum afar þakklát Góða hirðinum fyrir að standa að þessum fallega viðburði og fyrir stuðninginn!     

Lesa meira

15
des
2025

Styrkur frá Oddfellow stúkunni Þorkeli Mána

Í morgun fengum við einstaklega ánægjulega heimsókn frá Jóni Ísakssyni Guðmann og Birni Jóhanni Björnsyni, sem komu fyrir hönd Oddfellow stúkunnar Þorkels Mána. Þeir tilkynntu okkur að á nýlegum stúkufundi hefði verið samþykkt einróma tillaga stjórnar og líknarsjóðsnefndar um að veita Ljósinu rausnarlegan styrk upp á tvær milljónir króna. Í fyrra færði stúkan Ljósinu eina milljón króna, og okkur þykir

Lesa meira

15
des
2025

Opnunartími yfir hátíðarnar

Kæru vinir, Ljósið fer í jólafrí frá og með 23. desember fram yfir nýja árið. Lokað verður á Þorláksmessu og við opnum aftur á nýju ári föstudaginn 2. janúar. Við sendum ykkur kærleiksóskir um yndislega aðventu og minnum ykkur á að njóta en ekki þjóta. Við hvetjum ykkur að huga vel að heilsunni á þessum tímum, bæði líkamlegri og andlegri.

Lesa meira

11
des
2025

Eik fasteignafélag styrkir Ljósið

Kristinn Karlsson og Margrét Ýr Sigurjónsdóttir komu í heimsókn í Ljósið fyrir hönd Eikar fasteignafélags og færðu Ljósinu styrk upp á eina milljón króna. Eik fasteignafélag vildi með þessum hætti sýna þakklæti fyrir það starf sem unnið er í Ljósinu og þann stuðning sem samstarfsfélagar þeirra hafa notið á árinu. Kristinn hefur sjálfur reynslu af þjónustunni í Ljósinu og útskrifaðist

Lesa meira

11
des
2025

Styrkir frá velunnurum Ljóssins

Frábærar heimsóknir hafa borist til okkar í Ljósið síðustu daga. Við fengum heimsóknir frá Oddfellow st. nr. 27 Sæmundi fróða, Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella, og Alþjóða Samfrímúrarareglunni Le Droit Humain á Íslandi. Öll komu þau færandi hendi og Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, tók á móti styrkjunum. Hjartanlegar þakkir til ykkar allra fyrir þessar fallegu gjafir. Við erum virkilega þakklát fyrir

Lesa meira

9
des
2025

Jólapeysudagur í Ljósinu (MYNDIR)

Það var einstaklega notalegt í Ljósinu í dag þegar húsið fylltist af þjónustuþegum og starfsfólki í jólapeysum eða öðrum hátíðlegum fatnaði. Mikið var gaman að sjá svona marga mæta og njóta dagsins með okkur. Dagskráin hófst með jólagönguþjálfun og skemmtilegum upplestri frá Blekfjelaginu, meistaranemum í ritlist, úr nýju bókinni þeirra Kyngja. Eftir hádegismat var boðið upp á heitt kakó og

Lesa meira

8
des
2025

Jólagjöf frá BAUHAUS

Fyrir helgi fengum við frábæra heimsókn frá starfsfólki BAUHAUS. Fyrirtækið stendur árlega fyrir fallegu jólaátaki þar sem þremur málefnum eru veittar jólagjafir að andvirði 500.000 kr. hvert og í ár var Ljósið eitt af þeim. Fulltrúar BAUHAUS komu færandi hendi með 500.000 kr. inneign, glæsilegt jólatré og jólaskraut. Inneignin mun nýtast einstaklega vel þegar Ljósið flytur í stærra húsnæði! Við

Lesa meira

5
des
2025

Jólauppboð Góða hirðisins til styrktar Ljósinu

Laugardaginn 13. desember kl. 14:00 verður haldið árlegt jólauppboð í Góða hirðinum og allur ágóði rennur óskiptur til Ljóssins. Á uppboðinu verða ýmis dýrgripir boðnir upp og enginn annar en tónlistarmaðurinn KK stýrir gleðinni sem uppboðsstjóri. Á staðnum verður einnig Möndluvagninn með ilmandi möndlur til að fullkomna jólastemninguna. Við viljum senda Góða hirðinum okkar hjartans þakkir fyrir að styðja Ljósið

Lesa meira