Það var þétt setinn salurinn í norðurturni Íslandsbanka í morgun þegar Ljósið ásamt þremur öðrum góðum félögum kynntu starfsemi sína og mikilvægi Reykjavíkurmaraþonsins sem fjáröflun. Sólveig Kolbrún, markaðs og kynningarstjóri Ljóssins, kynnti endurhæfingarstarfið og fór yfir farinn veg í maraþonvegferð Ljóssins. Það er magnað að sjá hve verkefnið hefur vaxið frá ári til árs. Við erum full þakklætis fyrir aðkomu
Á dögunum var Ernu Magnúsdóttir framkvæmdarstýru Ljóssins boðið að sækja Lionsklúbbinn Víðarr heim. Þar afhenti Þórarinn Árnason Ljósinu eina milljón króna í styrk. Við þökkum Lionsklúbbnum Víðarr innilega fyrir þetta veglega framlag og mun styrkurinn sannarlega nýtast vel í starfsemi Ljóssins.
Við fengum til okkar góða gesti frá Skeggfjélagi Reykjavíkur og nágrennis á dögunum. Þeir Jón Baldur Bogason og Haukur Heiðar Steingrímsson komu færandi hendi með góðan styrk sem safnaðist í Íslandsmeistaramótinu í skeggvexti 2024. Keppt var í fjórum flokkum sem eru eftirfarandi: yfirvaraskegg – fullt skegg – hálfskegg – skegg með frjálsri aðferð. Virkilega skemmtilegt framtak og sendum við þeim
Kæru Ljósavinir, Frá upphafi hefur stuðningur einstaklinga við endurhæfingarstarf Ljóssins skipt gríðarlegu máli. Ykkar framlag hefur leyft starfinu vaxa og bætt þannig lífsgæði krabbameinsgreinda með faglegri heildrænni endurhæfingu og stuðningi sem á sér fáan eða engan líkan. Mánaðarlega sækja yfir 600 manns þjónustu í Ljósið, ýmist í viðtöl við fagaðila, námskeið, fræðslu, líkamlega endurhæfingu, handverk og fleira. Með ykkar stuðningi
Gleðilega páska kæru vinir. Við hjá Ljósinu óskum ykkur yndislegra stunda í páskafríinu. Ljósið opnar aftur þriðjudaginn 2.apríl. Hafið það sem allra best yfir páskana! Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins
Bergmál líknarfélag býður þjónustþegum Ljóssins að njóta, hvílast, vera með skemmtilegu fólki, fara í gönguferðir eða bara hlusta á fuglana á orlofsviku á Sólheimum (Bergheimahúsi) í Grímsnesi í sumar. Bergheimar er í eigu Bergmáls líknarfélags og á hverju sumri bjóða þau fólkinu okkar upp á ókeypis orlofsvikur. Stórir hópar frá Ljósinu hafa áður sótt orlofsviku á þeirra vegum og það
Kæru vinir, Eins og flestir vita eru bílastæðin í kringum Ljósið af skornum skammti, því miður. Með viljann að vopni og jákvæðnina í farteskinu hefur okkur tekist að vinna með þau stæði sem eru til staðar og fólk komist í endurhæfinguna til okkar. Þó að stundum þurfi að leggja fjær og ganga smá spöl. Af gefnu tilefni langar okkur langar
Kæru vinir, Fimmtudaginn næstkomandi 14.mars verður lokað í líkamlegu endurhæfingunni frá klukkan 12.00. Þjálfararnir okkar nýta daginn til endurmennturar og mæta tvíefldir til leiks föstudagsmorgun. Við hvetjum ykkur til að hreyfa ykkur heimafyrir eða fara út í ferska loftið. Kær kveðja, starfsfólk Ljóssins
Jakobsvegur er mörgum kunnugur en þá leið ætlar Sveinn Jónsson að ganga nú í vor til minningar um eiginkonu sína sem lést um aldur fram úr krabbameini fyrir tæpum 30 árum síðan, einungsi 31 árs gömul. Með göngunni vill Sveinn einnig safna áheitum fyrir Ljósið og varpa ljósi á starfsemina sem hann er sannfærður um að hefði skipt sköpum í
Næstkomand miðvikudag, 14.febrúar er bæði Öskudagurinn og Valentínusardagurinn. Við ætlum að sjálfsögðu gera okkur smá dagamun og hafa gaman saman. Við hvetjum fólkið okkar til að koma í búningum, jafnvel láta gamla drauma rætast og mæta sem Súperman eða Mjallhvít, býfluga eða banani. Það er ekki vitlaust að hafa smá ástarþema í búningavalinu í ár. Ástarsögufélagið verður með upplestur eftir