Allt frá því að Ljósið var stofnað af grasrótarhreyfingu hausið 2005 hefur hugmyndafræði, þróun og starfsemin einkennst af hugsjón, jákvæðni, fagmennsku og úrlausnum. Árið 2020 var ekkert frábrugðið hvað þetta varðar. Þrátt fyrir alheimsfaraldur með öllum þeim annmörkum sem Covid 19 setti um allan heim þá hélt starfsemi Ljóssins áfram að vaxa og dafna.

Hluti af þessum vexti er að endurskoða útgáfu á árlegum ársreikningi og gera honum hærra undir höfði með útgáfu ársskýrslu Ljóssins. Það gleður okkur því mikið að birta hér fyrir neðan fyrsta rafrænu rafrænu ársskýrslu Ljóssins. Þar er að finna ávörp, lykiltölur, það sem upp úr stóð á árinu auk ársreiknins.

Hér fyrir neðan getur þú sótt ársskýrslu Ljóssins 2020 á pdf formi.

Fyrir hönd stjórnar,

Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins

Ársskýrsla 2020 PDF

Litið yfir árið

Fjöldi starfsmanna
Meðalstarfsaldur í árum
Meðalaldur starfsfólks

Starfsmannahópurinn

Hjá Ljósinu starfa 25 manns í rúmlega 19 stöðugildum. Þeir fagaðilar sem starfa með Ljósinu í föstum stöðugildum eru; iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, sálfræðingur, íþróttafræðingar, félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingar, jógakennari, heilsunuddarar, matráður, móttökufólk, handverksfólk og fleiri.

Auk þess koma að starfinu verktakar eins og markþjálfar, hjúkrunarfræðingur, næringarráðgjafi, sjúkraþjálfari með sérmenntun í sogæðanuddi og fleiri. Þá koma að starfinu bæði fyrirlesarar eins og krabbameinssérfræðingar og fleiri að ógleymdu öllum þeim sjálfboðaliðum sem starfa fyrir Ljósið.

Meðal starfsaldur er 4 ár og meðalaldur starfsfólks er 44 ár.

Komur í Ljósið 2020
Fjöldi einstaklinga í þjónustu
Nýjir þjónustuþegar

Þjónustuþegar

Fimmtánda starfsár Ljóssins var með öðru sniði en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í stað hátíðahalda var öll áhersla lögð á eflingu rafrænnar þjónustu við þjónustuþega Ljóssins og marþætta aðlögun vegna þeirra áskorana sem COVID-19 faraldurinn felur í sér. Þannig hefur áfram verið hægt að ná markmiðum þjónustunnar og styðja vel við skjólstæðinga Ljóssins.

Markmið Ljóssins er að hver sá sem greinist með krabbamein á Íslandi þekki og hafi greiðan aðgang að þeirri endurhæfingu sem Ljósið hefur upp á að bjóða. Af því leiðir að þjónustan þarf að henta öllum óháð aldri, kyni og búsetu.

Í skýrslunni má finna frekari upplýsingar um starfsemina og undirbúning nýrrar landsbyggðardeild Ljóssins.

Gildi Ljóssins

Gleði

Gleðin vekur lífskraft og von. Handverk, sköpun og almenn virkni veita gleði og jákvæðni sem við höfum að leiðarljósi í okkar starfi. Gleðin í Ljósinu er smitandi, fólk gleymir sér og finnur aukinn þrótt í gleðinni.

Gróska

Við viljum vaxa í starfi, erum sveigjanleg og tilbúin að gera breytingar. Við tökum vel í nýjungar og viljum blómstra í þeirri fjölbreyttu þjónustu sem veitt er.

Heilindi

Við erum vingjarnleg í fasi, sýnum samstöðu, traust, trúnað, virðingu og kærleik. Við erum heiðarleg, höfum opin samskipti, ræðum málin og leitum lausna. Við sinnum störfum okkar af alúð og trúmennsku og vinnum öll að sameiginlegu markmiði. Við samgleðjumst hvert öðru.

Fagmennska

Við leggjum mikið upp úr þverfaglegri
samvinnu, fylgjumst vel með nýjungum og
leitumst við að vera fremst í flokki hvað
starfsemina varðar. Við vöndum málfar,
vinnubrögð og virðum þagnarheit.