Námskeið fyrir börn og einnig unglinga sem eiga það sameiginlegt að vera aðstandendur. Börnin fá tækifæri að upplifa, skapa og tjá sig í gegnum leik og verkefni í öruggu og styðjandi umhverfi. Lögð er áhersla á að mæta þörfum hópsins og hvers og eins innan hans.
Á fyrsta fundi eru foreldrar eða náinn aðstandandi velkomin með.
Hópunum er aldursskipt. Aldur 6-9 ára og 10-13 ára.
Leiðbeinendur: Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldumeðferðafræðingur og Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi
1.-3. tími TRAUST
- Sjálfstraust
- Hugrekki
- Treysta öðrum
- Treysta aðstæðum
4.-6. tími TENGSL
- Félagslegur og tilfinningalegur lærdómur
- Samskipti
- Samvinna
- Tjáning
- Samkennd
7.-9. tími SJÁLFSÞEKKING
- Aukin meðvitund varðandi færni, líðan og samskipti
- Yfirfærsla á daglegt líf
- Jákvæð reynsla
10. tími
- Síðasti tíminn
- Foreldrar og systkini koma með, ef aðstæður leyfa, og hafa gaman saman
Tímasetning
Miðvikudagar kl. 16:15 – 17:45
10 vikur
Fjöldi: 8-12 einstaklingar
Börn sem ekki hafa komið áður ganga fyrir á námskeiðið.
Umsjón: Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldumeðferðafræðingur, og Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi og náttúrumeðferðarfræðingur
Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu
Umsögn
„Barnanámskeiðið í Ljósinu fór fram úr úr mínum björtustu vonum. Það gaf börnunum mínum ákveðna festu í gegnum mitt ferli, leyfði þeim nálgast viðfangsefnið á skapandi vegu og losaði um marga hnúta í maganum.“