Uppboðinu á landsliðstreyjunni lokið

Uppboðinu á aðaltreyju íslenska landsliðsins í handbolta, áritaðri af strákunum okkar, lauk í gær kl. 12:00. Treyjan seldist fyrir 174.000 kr. og viljum við í Ljósinu innilega þakka öllum sem tóku þátt í uppboðinu, HSÍ og strákunum okkar. Sérstakar þakkir fær sá sem bauð hæst! Með þessum dýrmæta stuðningi er verið að styrkja það mikilvæga starf sem fer fram í Ljósinu.

Að lokum viljum við senda kærar þakkir til Orra Rafns Sigurðarsonar, sem stendur á bak við góðgerðarverkefnið Gleðjum saman, sem og til Loga Geirssonar, handbolta.is, uppbod.com, Handkastsins, mbl, Bylgjunnar og Vísi Sport fyrir að hjálpa okkur að vekja athygli á uppboðinu og treyjunni.

Við hlökkum til að halda áfram að hvetja strákana okkar áfram í milliriðlinum. Áfram Ísland!

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.