Andskötusúpa á Þorláksmessu

Vélhjólasamtökin Sober Riders MC standa árlega fyrir fiskisúpuveislu við Laugaveg á Þorláksmessu. Félagarnir í Sober Riders MC gefa fólki á Laugavegi súpu og bjóða því um leið að styrkja gott málefni. Þetta verður í 15. sinn sem félagið stendur fyrir söfnuninni en í ár var ákveðið að styrkja Ljósið.

Við í Ljósinu erum hjartanlega þakklát fyrir þennan fallega stuðning og hlökkum til að njóta ljúffengrar fiskisúpu með ykkur á Þorláksmessu!

Hvar: Laugavegur 73-75
Hvenær: 23. desember, kl. 16:00

Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.