Við fengum æðislega heimsókn í Ljósið í dag frá þeim Katrínu, Sigríði og Eyrúnu, sem komu fyrir hönd Oddfellow stúku nr. 20, Halldóru. Stúkan er staðsett á Selfossi og samanstendur af 67 konum. Á hverju ári velja þær eitt málefni til að styrkja og í þetta sinn ákváðu þær að styrkja Ljósið. Bæði til að styðja Katrínu, sem hefur verið í þjónustu hjá okkur og til að styðja við starf sem snertir marga og hjálpar fólki um allt land.
Við viljum hjartanlega þakka þeim fyrir að hugsa til okkar og fyrir þetta dýrmæta framlag til starfsins í Ljósinu.

Á myndinni frá vinstri eru: Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, Katrín Vernharðsdóttir, Sigríður Helga Sigurðardóttir og Eyrún Jónatansdóttir.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






