Kristinn Karlsson og Margrét Ýr Sigurjónsdóttir komu í heimsókn í Ljósið fyrir hönd Eikar fasteignafélags og færðu Ljósinu styrk upp á eina milljón króna. Eik fasteignafélag vildi með þessum hætti sýna þakklæti fyrir það starf sem unnið er í Ljósinu og þann stuðning sem samstarfsfélagar þeirra hafa notið á árinu. Kristinn hefur sjálfur reynslu af þjónustunni í Ljósinu og útskrifaðist fyrr á árinu, sem gerir gjöfina enn persónulegri og dýrmætari.
Hjartans þakkir til Eikar fasteignafélags fyrir þessa fallegu gjöf til starfsins í Ljósinu, við kunnum virkilega að meta hana.

Á myndinni frá vinstri eru: Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, og Kristinn Karlsson, verkefnastjóri útleigusviðs hjá Eik.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






