Þökkum fyrir lífið tónleikar

Jón Karl Einarsson fagnaði 75 ára afmæli sínu og jafnframt 50 ára starfsafmæli sem kórstjóri með tónleikum 23. október. Á tónleikunum var flutt fjölbreytt efnisskrá tónlistar sem flestir kannast við, í nýjum og ferskum búningi. Öll lög kvöldsins voru flutt við texta Jóns Karls og spönnuðu allt frá Billy Joel og Paul Simon yfir í sálma og skosk þjóðlög.

Tónleikarnir voru því ekki aðeins fagnarðarsamkoma heldur einnig fallegt þakklætisverk, þar sem allur ágóði þeirra rann óskiptur til styrktar Ljósinu. Í heildina söfnuðust 2 milljónir króna. Jón Karl valdi að styrkja Ljósið þar sem hann hefur notið stuðnings og þjónustu hjá okkur síðastliðið ár.

Hjartanlegar þakkir frá okkur öllum í Ljósinu fyrir þessa hlýju og fallegu hugsun.

Á myndinni frá vinstri eru: Áslaug Helga Aðalsteinsdóttir, sjúkraþjálfari í Ljósinu, Jón Karl Einarsson, kórstjóri, og Matti Ósvald, heilsufræðingur og markþjálfi í Ljósinu.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.