Opið hús í dag – Iðjuþjálfun í verki

Í dag, mánudaginn 27. október kl. 15:00-17:00, bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin í opið hús í Ljósinu!

Í tilefni þess að í dag er Alþjóðadagur iðjuþjálfa munu iðjuþjálfar Ljóssins kynna meðal annars jafnvægi á milli vinnu, tómstunda og hvíldar í daglegur lífi, auk þess að gefa ráðleggingar varðandi rétta líkamsbeitingu, skipulagningu, orkusparandi aðferðir, hlutverk aðstandenda í veikindum og ýmis konar handverk.

Við hvetjum öll til að kíkja í heimsókn til okkar í Ljósið í dag, hvort sem þú ert í þjónustu hjá okkur, aðstandandi eða bara áhugasamur um endurhæfingu krabbameinsgreinda.

Komdu og fáðu innsýn í starf iðjuþjálfa og reyndu ólík bjargráð á eigin skinni.

Léttar veitingar eru í boði og aðgangur ókeypis. Við hlökkum til að sjá sem flest í Ljósinu í dag.

Í viðburðinum okkar á Facebook má finna nánari upplýsingar.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.