Golfklúbbur Kiðjabergs styrkir Ljósið

Fyrr í mánuðinum fór fram Bændaglíma Golfklúbbs Kiðjabergs 2025. Spilað var á fallegum Kiðjabergsvelli þar sem 40 tveggja manna lið mættu til leiks og spiluðu Texas Scramble holukeppni.

Ákveðið var samróma af stjórn Golfklúbbs Kiðjabergs að veita Ljósinu styrk að upphæð 250 þúsund krónur. Um er að ræða innkomu af þátttökugjöldum í Bændaglímu sem haldin var laugardaginn 13. september og við í Ljósinu viljum koma á framfæri okkar hjartans þökkum. Svona framtök styðja beint við endurhæfingarstarf Ljóssins og gera okkur kleift að halda úti jafn öflugu starfi og raun ber vitni.

Kærar þakkir til Golfklúbbs Kiðjabergs og allra sem tóku þátt í þessu skemmtilega golfmóti!

Mynd frá vinstri: Þórhalli Einarsson, stjórnarmaður GKB, Erna Magnúsdóttir, framkvæmdarstýra Ljóssins og Guðmundur Ásgeirsson formaður GKB.

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.