Fjáröflunarkvöldverður Ljóssins fór fram síðastliðinn föstudag og sameinaði þar velviljug fyrirtæki og góða gesti sem vildu leggja húsnæðissjóði miðstöðvarinnar lið. Kvöldið einkenndist af hlýju og samhug, en líka eftirminnilegri gleði, léttleika og orku sem fyllti salinn. Ljúffengur matur, framúrskarandi tónlistarflutningur og skemmtileg stemning undir dyggri veislustjórn Selmu Björnsdóttur og Friðriks Ómars leiddu smám saman til þess að gleðin braust út í dans, og kvöldið endaði í ekta stuði.
Myndirnar hér að neðan fanga einstaka stemningu kvöldsins en þetta var kvöld sem við munum lengi minnast og vonumst til að geta endurtekið – því það er ljóst að krafturinn og kærleikurinn sem ríkti í salnum er eitthvað sem við viljum upplifa aftur.
Við erum djúpt þakklát fyrir allan þann stuðning sem við fáum og vonum að þessar myndir gefi innsýn í töfrandi augnablik kvöldsins.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.