Ljúf stund fyrir líkama og sál
Föstudaginn 14. mars verða Erla og Fríða, þjálfarar Ljóssins með einstaka pop-up tíma í Yin Yoga og bandvefslosun. Þetta er frábært tækifæri til að gefa líkamanum kærkomna mýkt, róa hugann og sleppa takinu á spennu og stirðleika.
Dagsetning: 14. mars
Tímar: kl. 9:00 og 10:30 (70 mínútur hvor)
Staðsetning: Græni salurinn í Ljósinu
Hvað er Yin Yoga og bandvefslosun?
Yin Yoga eru rólegar og djúpar teygjuæfingar þar sem hverri stöðu er haldið í lengri tíma en í hefðbundnu jóga. Með því að dvelja lengur í teygjunum nær bandvefurinn að slaka á og liðleiki eykst. Bandvefslosun felur í sér sjálfsnudd með nuddboltum, sem hjálpar til við að losa um spennu í vöðvum og mýkja bandvefinn.
Tíminn er fyrir alla – hvort sem þú ert byrjandi eða vanur, þá munu þessar 70 mínútur veita þér djúpa slökun og vellíðan. Við endum tímann á leiddri slökun fyrir líkama og sál.
Yin Yoga og bandvefslosun eru frábærir valkostir fyrir þá sem vilja bæta hreyfigetu, draga úr verkjum og auka vellíðan í endurhæfingarferli. Þessar æfingar styðja við jafnvægi í taugakerfinu, bæta líkamsvitund og stuðla að djúpri endurnæringu.
Athugið: Hreyfiflæði og jóga fellur niður þennan föstudag vegna viðburðarins.
Gefðu þér tíma í smá dekur – við hlökkum til að sjá þig!
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.