Kæri Ljósavinur,
Takk innilega fyrir að styrkja Ljósið.
Nú er sá tími árs sem einstaklingar undirbúa skil á skattframtölum sínum. Við minnum þig á að þú getur sótt skattafrádrátt ef árlegt framlag er yfir tíu þúsund krónur.
Upplýsingar um Ljósið ættu að birtast sjálfkrafa inn á skýrslunni þinni ef kennitala fylgir þinni skráningu.
Ef Ljósið er ekki að birtast á þinni skýrslu biðjum við þig vinsamlegast um að fylla út formið hér fyrir neðan sem fyrst og við komum þínum gögnum til Skattsins.
https://forms.office.com/e/Edz1Lu01DW
Með kærri kveðju úr Ljósinu,
Erna Magnúsdóttir
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.