Ljósið hefur hlotið þann heiður að vera valið sem styrkþegi árlegs jólakortastyrks Deloitte. Deloitte hefur undanfarin ár sleppt því að senda út jólakort til viðskiptavina sinna og í staðinn ráðstafað andvirði þeirra til góðgerðarmála sem skipta máli fyrir samfélagið.
Í ár valdi Deloitte Ljósið, sem styður einstaklinga sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra, sem styrkþega. „Við erum innilega þakklát fyrir þessa rausnarlegu gjöf sem mun hjálpa Ljósinu að styðja enn fleiri í gegnum krefjandi tímabil,“ segir Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins.
Hilma Jónsdóttir verkefnastjóri í markaðsmálum hjá Deloitte og María Skúladóttir markaðsstjóri Deloitte kíktu við í dag til að afhenda styrkinn formlega
Við hjá Ljósinu viljum þakka Deloitte fyrir kærleiksríka hugsun og stuðninginn, sem gerir okkur kleift að halda áfram að veita þá þjónustu og hlýju sem skjólstæðingar okkar þurfa á að halda.
Deloitte hefur með þessum hætti sýnt hvernig hægt er að gleðja í aðdraganda jóla með því að láta gott af sér leiða. Við sendum þeim okkar innilegustu þakkir og óskum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.