Söfnuðu 100.000 krónum til styrktar Ljósinu á Bleika deginum

Þann 23. október síðastliðinn hittust fimm pör til golfleiks á Villa Martin golfvellinum á Spáni. Í tilefni Bleika dagsins ákváðu þátttakendur að klæðast bleiku og nýta tækifærið til að styðja gott málefni. Valið varð Ljósið, og gekk viðburðurinn vonum framar.

Alls söfnuðust 100.000 krónur!

„Ljósið hefur unnið ómetanlegt starf fyrir þá sem hafa þurft að takast á við krabbamein og við vonum að þessi styrkur nýtist vel í því góða starfi,“ sagði hópurinn í yfirlýsingu, en ein úr hópnum hefur sótt til okkar endurhæfingu og þakkaði fyrir ómetanlegan stuðning á sinni leið til bata.

Hópurinn sendir Ljósinu bestu óskir um farsæla framtíð og hvetur aðra til að styðja við starfsemi samtakanna.

Þátttakendur í þessu skemmtilega framtaki voru:
– Margrét Jónsdóttir
– Egilína S. Guðgeirsdóttir
– Kristín Vigfúsdóttir
– Sigríður Guðmundsdóttir
– Halldóra Baldvinsdóttir
ásamt mökum þeirra.

Við sendum hjartans þakkir til hópsins fyrir þetta frábæra framtak!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.