Andhormónameðferð kvenna

Við bjóðum ykkur velkomin á næsta erindi í fyrirlestraröðinni Samtalið heim sem ætluð er þjónustuþegum Ljóssins og aðstandendum þeirra.

Mánudaginn 28. október kl 16:30 verður fræðsluerindi um andhormónameðferð kvenna með Önnu Siggu, iðjuþjálfa og Ólöfu Kristjönu Bjarnadóttur, krabbameinslækni.

Líkamleg og andleg líðan getur breyst mikið við að vera á andhormónum. Áhrifin geta verið fjölbreytt og mismunandi eftir einstaklingum og hafa sömuleiðis mismikil áhrif á aðstandendur og umhverfi þeirra sem lyfin taka. Í þessum fyrirlestri en rætt um hvaða andlegar og líkamlegar aukaverkanir er gott að hafa í huga þegar tekin eru andhormón og farið yfir gagnleg ráð við áhrifum andhormóna á geð, svefn, húð, þyngd, kynhvöt og fleira.

Ólöf læknir mun fara nánar yfir lyfin, hvernig þau eru að virka og hverjir fá þau. Einnig verður rætt um breytingar á lyfjum þegar skerðing á lífsgæðum er orðin of mikil.

Skráning fer fram á vefsvæði fræðslunnar hér.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.