Ljósið er stolt af því að tilkynna að við höfum fengið jafnlaunastaðfestingu frá Jafnréttisstofu.
Markmið Ljóssins er að skapa vinnustað þar sem jafnrétti kynjanna er virt og allir starfsmenn njóta sömu tækifæra til starfsþróunar og fræðslu. Jöfn laun skulu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf, óháð kyni, uppruna eða öðrum óviðkomandi þáttum.
Við höfum innleitt jafnlaunakerfi samkvæmt ÍST 85:2012, í samræmi við 7. grein laga nr. 150/2020 um jafnlaunavottun. Kerfið miðar að því að útrýma kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Jafnlaunakerfið nær til allra starfsmanna Ljóssins og er óaðskiljanlegur hluti af launastefnu okkar. Jafnlaunastaðfestingin staðfestir að launakerfið okkar mismuni ekki í launum á grundvelli kyns, í samræmi við kröfur Jafnréttisstofu.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.