Vináttunni fagnað á Sjálandi

Tilfinningarnar voru við völd þegar nýju Ljósavinaverkefni var ýtt úr vör með pompi og prakt á Sjálandi fyrr í vikunni. Verkefnið ber yfirskriftina Hópar landsins láta Ljósið skína, en það sýnir hvernig endurhæfingin og stuðningurinn í Ljósinu hefur margföldunaráhrif inn í margvíslega hópa sem þau sem greinast með krabbamein tilheyra. Hvernig Ljósið grípur þinn hópmeðlim þegar hann greinist með krabbamein, og veitir honum stuðning þegar hópurinn hefur ekki ráðrúm eða burði til.

Að þessu tilefni hittust hópar af öllum stærðum og gerðum, sem með einu eða öðru móti tengjast Ljósinu og fögnuðu saman.

Björk Guðmundsdóttir leikkona hélt utan um gleðina, GDRN og Magnús Jóhann frumfluttu gamla perlu í nýrri útgáfu, boðið var upp á falleg erindi , dásamlegar veitingar og frú Eliza Reid ræddi um mikilvægi þess að hópast í kringum Ljósið. Hér er hægt að lesa nánar um verkefnið. 

 

Við leyfum myndunum tala sínu máli.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.