Margt var um manninn í maraþongleði Ljóssins á Hafnartorgi að Reykjavíkurmaraþoni loknu síðastliðinn laugardag. Þar litu við hlauparar, aðstandendur og aðrir góðvinir Ljóssins og fögnuðu góðu gengi í hlaupinu á meðan þau gæddu sér á heimabökuðu bananabrauði úr Ljósinu og drykkjum frá Ölgerðinni.
Flestir gestir voru sammála að það væri ómetanlegt að fá að hittast smá og loka maraþonupplifuninni með jákvæðri Ljósaorku, en við þökkum fasteignafélaginu Regin kærlega fyrir að lána okkur glæsilegt húsnæði með fullkominni staðsetningu fyrir viðburðinn.
Hér fyrir neðan má finna myndir frá viðburðinum en okkar allra besti ljósmyndari, Ragnar Th., leit við á ferð sinni um miðbæinn í upphafi menningarnætur.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.