Vatnslitaverk Ölmu til styrktar Ljósinu á Menningarnótt

Alma leit við hjá okkur á dögunum og sagði okkur frá verkefninu

Fuglar og landslag eru megin áherslur í vatnslitaverkum Ölmu Sigrúnar sem seld verða á markaði Sjóminjasafnsins á menningarnótt.

Alma Sigrún sótti endurhæfingu í Ljósið fyrir nokkrum árum og fékk þar að kynnast hinum margvíslegu formum myndlistar á námskeiði sem hún sótti samhliða annarri endurhæfingu. Þar fönguðu vatnslitirnir huga hennar og síðan þá hefur hún sótt námskeið í listforminu. Þau verk sem Alma býður til sölu eru allt frá minni verkum í póstkortastærð og upp í stærri verk en með framtakinu vill gefa til baka til Ljóssins og þakka fyrir þjónustuna.

Við hvetjum ykkur öll til að kíkja á Ölmu og markað Sjóminjasafnsins sem opinn verður milli 12:00-18:00 á menningarnótt. Kjörið að skella sér að maraþoneftirpartýi loknu en hægt er að leggja við Sjóminjasafnið, Bónus eða Krónuna.

Forvitnir geta kynnst Ölmu betur hér.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.