Það var virkilega gleðilegt um að litast við Esjurætur seinni partinn í dag þegar hátt í 400 manns komu saman til að mynda saman Ljósafoss niður Esjuhlíðar og vekja þannig athygli á endurhæfingarstarfi Ljóssins.
Að vanda var það Þorsteinn Jakobsson sem leiddi gönguna.
Við sendum okkar bestu þakkir til allra þeirra sem lýstu upp hlíðarnar með okkur! Sérstakar þakkir sendum við til Sjóvá fyrir rausnarlegan stuðning sem og Björgunarsveitarinnar Kjalar sem stóð vaktina að vanda og hugsaði vel um okkar fólk í fjallinu.
Án ykkar allra hefði fossinn okkar ekki verið jafn bjartur og fagur og raun bar vitni.
Við skiljum ykkur eftir með nokkur augnablik sem OZZO fangaði fyrir okkur.
Og svo fangaði starfsfólk Ljóssins líka nokkur augnablik.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.