Á föstudögum í vetur verða í boði mismunandi handverk í hverjum mánuði. Hugmyndin með þessum námskeiðum er að veita þátttakendum tækifæri til að kynnast nýju og fjölbreyttu handverki. Takmarkaður fjöldi kemst að á hverju námskeiði og því þarf að skrá sig hjá móttöku Ljóssins.
Jólahandverk:
Í desember bjóðum við upp á mismunandi jólahandverk, kl. 9:00-12:00 (hámark tvö skipti á mann svo fleiri komist að).
- 4. desember (fimmtudagur) – Jólakransagerð (3.000 kr fyrir efniskostnað)
- 9. desember (þriðjudagur) – Jólakransagerð (3.000 kr fyrir efniskostnað)
- 12. desember (föstudagur) – perlað jólaskraut fyrir t.d. jólapakkann eða jólatréið (1.000 kr fyrir efniskostnað)
- 19. desember (föstudagur) – málað jólatrésskraut úr þvottaklemmum (1.000 kr fyrir efniskostnað)
Skráning fer fram í móttöku Ljóssins og í síma 561-3770
Breytt og bjargað – Saumanámskeið:
Hefst 9. janúar, fjögur skipti.
Breytt og bjargað: skapandi fatabreytingar er námskeið um hvernig við getum nýtt fötin okkar lengur, kannski þau sem liggja nánast ónotuð inni í skáp. Oft þarf aðeins örlitlar breytingar til að lítið notuð flík verði nýja uppáhalds. Þátttakendur koma með flíkur að heiman sem þeir vilja breyta og bjarga.
Sigríður Tryggvadóttir er saumakona og hefur saumað síðan hún man eftir sér. Hún hefur sérhæft sig í endurnýtingu gamalla efna því henni blöskraði offramleiðslan á textíl og fatnaði og aðbúnað þeirra sem sauma hraðtískufatnað. Árið 2022 byrjaði hún með námskeið í saumaskap og fatabreytingum og elskar að sýna fólki hversu einfalt það getur verið að taka lítið notaða flík og breyta henni í uppáhalds flík. Athugið það þarf ekki að kunna að sauma fyrir námskeiðið.
Skráning fer fram í móttöku Ljóssins og í síma 561-3770
Helstu upplýsingar
Jólahandverkið hefst 5. desember
Föstudagar kl. 9:00-12:00
Umsjón: Berglind Gunnarsdóttir, tómstundafræðingur
Skráning fer fram í móttöku Ljóssins
og í síma 561-3770
Næsta námskeið hefst 9. janúar 2026
Föstudagar kl. 9:00-12:00, 4 skipti
Umsjón: Saumaheimur Siggu

