Leirlistakona Melkorka færði Ljósinu styrk

 

Melkorka Matthíasdóttir, leirlistakona, með vasann fallega ásamt Sólveigu, markaðs- og kynningarstjóra Ljóssins við afhendingu styrksins

Í vikunni kom leirlistakonan Melkorka Matthíasdóttir við hjá okkur á Langholtsveginn og afhenti upphæð sem safnaðist við uppboð á listmun sem var hluta af nýafstaðinni sýningu Melkorku í Listasalnum í Mosfellsbæ.  Framlag Melkorku er þakklætisvottur fyrir þau jákvæðu áhrif sem Ljósið hefur haft á líf Melkorku frá því að hún sótti endurhæfingu til okkar á Ljósið.

„Hér er örlítill þakklætisvottur fyrir þau jákvæðu áhrif sem þið og ykkar þjónusta hafið haft á líf mitt, allar götur síðan ég var í Ljósinu árið 2017-18. Það er táknrænt að þessi gjöf mín sé ágóði sölu á kuðungsvasa sem ég bjó til úr steinleir en ég kynntist leirlist í fyrsta skiptið hjá ykkur.“ segir Melkorka í fallegu bréfi sem hún ritaði til starfsfólks.

Kuðungsvasinn er handmótað listaverk

Við þökkum Melkorku kærlega fyrir komuna og óskum henni velfarnaðar í listinni og framtíðinni allri.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.