Anna Guðrún og Brynja komu til okkar nýlega fyrir hönd hóps sem kallar sig Fjósakonur. Tilefni þessarar heimsóknar var að afhenda risa skjá og tússtöflu fyrir æfingasalinn okkar.
Höfðu nokkrar þeirra sem nýta sér æfingarsal Ljóssins heyrt þjálfarana tala um hvað það væri gott ef hægt væri að skrifa æfingarnar upp á tússtöflu og ákvaðu þá Fjósakonurnar að taka sig saman og gefa eina slíka. Gjöfin vatt þó upp á sig þegar Elko var tilbúið að bæta við skjá auk veggfestinga.
Þessi öflugi hópur kvenna kynntist á námskeiði í Ljósinu og útbjó strax Facebook-hóp til að halda utan um vinskapinn sem hét Ljósakonur. Eftir að þær fóru svo að hittast á eigin vegum langaði þeim þó að breyta nafninu og þegar Brynja sagðist alltaf hugsa um Fjósakonur þegar hún skoðaði hópinn var nýtt nafn komið.
Með gjöfinni vilja þær þakka fyrir þá frábæru þjónustu sem þær hafa fengið hjá Ljósinu og um leið minnast þeirra vinkvenna sem þær hafa misst úr hópnum.
Við í Ljósinu þökkum þeim kærlega fyrir rausnarlega gjöf sem á svo sannarlega eftir að nýtast vel!
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.