Vilt þú deila þakklætisbréfi?

Eins og mörg okkar vita þá getur það að tjá þakklæti til annarra haft verulega jákvæða áhrif á líðan okkar. Það sem meira er, þá getur það að lesa þakklætisbréf hjá öðrum komið huga okkar af stað í að hugsa um hvað hvað það er í lífi okkar sem við getum verið þakklát fyrir.

Hugmyndin með þessu verkefni okkar er að safna nokkrum bréfum og deila svo einu og einu í gegnum vikurnar með það að markmiði að veita öðrum þakklætisinnblástur.

Hvernig semur maður þakklætisbréf?

  • Beindu bréfinu sérstaklega til viðkomandi (t.d. „Kæri …“).
  • Ekki hafa áhyggjur af málfræði og stafsetningu.
  • Ávarpaðu viðkomandi beint út bréfið.
  • Lýstu sérstökum hlutum sem þessi einstaklingur hefur gert sem gerðu þig þakkláta/an og hvernig hegðun þessarar manneskju hefur haft áhrif á líf þitt.

Bréfið þarf ekki að vera með þinni undirskrift ef þú kýst að sleppa henni og 100% trúnaður ríkir um það.

Ef þú vilt taka þátt má senda bréfið á mottaka@ljosid.is

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.