Undanfarið hafa félagarnir Logi Sæmundsson og Kristófer Jensson hannað og selt plaköt til styrktar Ljósinu.
Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar þeir hönnuðu plakat af húsi félaga síns og fengu í kjölfarið holskeflu af fyrirspurnum frá vinum og ættingum sem vildu eignast plakat með sínum húsum. „Við fórum þá að hugsa hvort við ættum ekki að bjóða þessa þjónustu til almennings og styrkja Ljósið í leiðinni en besti vinur okkar, Hlynur Logi, hefur verið í endurhæfingu í Ljósinu og okkur langaði að styðja starfið“ segir Kristófer okkur í gegnum tölvupóst. Undanfarin 3 ára hafa Kristófer og Logi verið búsettir í San Francisco þar sem þeir leggja stund á vefhönnun.
Plakötin eru falleg gjöf fyrir þá sem vantar fátt. Ferlið er einfalt en einungis þarf að senda heimilisfang og teikna þeir húsið í kjölfarið. Því næst er það sent í prentun á Íslandi og fær fólk það sent heim að dyrum, án endurgjalds á höfuðborgarsvæðinu.
Af hverju seldu plakati renna 2000 krónur í starf ungra karlmanna í Ljósinu.
„Markmiðið okkar var að safna eins miklu og mögulegt er og gefa Ljósinu síðan því sem safnast hefur í kringum Jólin“ bætir Kris við í lokin.
Við sendum þessum flottu strákum okkar bestu þakkir og kveðjur.
Hægt er að panta plakötin bæði á Facebook: https://www.facebook.com/SkverPosters og Instagram: https://www.instagram.com/skver_posters/.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.