Proency, andleg heilsulausn sem þjónustuþegum Ljóssins býðs til afnota, hefur verið valin í úrslit Best Health Tech Startup í Nordic Health Startup Awards.
Um er að ræða alíslenskt kerfi úr smiðju sprotafyrirtækisins Proency sem metur andlega heilsu með vísindalega viðurkenndum aðferðum.
Við óskum Proency til hamingju með þessa miklu viðurkenningu og óskum þeim góðs gengis.
Lokakeppnin sjálf er í lok nóvember en almennar kosningar fara nú fram. Þeir sem vilja taka þátt í kosningunni geta kosið rafrænt með því að smella hér. Þau atkvæði gilda upp í lokakosninguna sem er gerð af ákveðinni dómnefnd í lok nóvember.
Á næstu vikum munu forsvarsmenn Proency kynna nýjustu útgáfuna af andlegu heilsulausninni fyrir þjónustuþegum Ljóssins.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.